Fótbolti

Íslendingaliðin töpuðu fyrir liðum í neðri hlutanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn náði ekki að skora í dag.
Viðar Örn náði ekki að skora í dag. vísir/getty
Íslendingaliðin í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu töpuðu bæði leikjum sínum í deildinni þar í landi í dag.

Jiangsu Guoxin-Sainty tapaði 2-1 fyrir Guangzhou R&F F.C. á útivelli í dag. Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliðinu, en var skipt inná í hálfleik fyrir Viðar Örn Kjartansson.

Jiangsu er í áttunda sæti deildarinnar með 32 stig, en Guangzhou R&F F.C er í tólfta sætinu með 25 stig.

Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan leikinn fyrir Shijiazhuang Ever Bright sem tapaði fyrir Chongqing Lifan á útivelli, en sigurmarkið kom í uppbótartíma.

Shijiazhuang Ever Bright er í fimmta sætinu með 34 stig, en Chongqing er í ellefta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×