Fótbolti

Ótrúlegir yfirburðir Krasnodar skiluðu einungis einu stigi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í baráttunni í leik með Krasnodar.
Ragnar í baráttunni í leik með Krasnodar. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson og félagar í Krasnodar héldu hreinu gegn Mordovya í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli, en heimamenn í Krasnodar voru mun sterkari aðilinn. Þeir áttu meðal annars 30 skot að marki Mordovya, en gestirnir áttu einungis sjö.

Ragnari og félögum tókst ekki að troða boltanum í netið og því lokatölur, eins og fyrr segir, markalaust jafntefli.

Ragnar spilaði allan leikinn, en Krasnodar er í sjötta sætinu með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru. Mordyva er í þrettánda sætinu með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×