Fótbolti

Sigur í fyrsta leik Alfreðs í Grikklandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð í leik með íslenska landsliðinu.
Alfreð í leik með íslenska landsliðinu. vísir/getty
Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Olympiakos sem vann 3-0 sigur á Panionios í fyrsta leik liðsins í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Alfreð byrjaði sem fremsti maður hjá Olympiakos, en þetta var hans fyrsti leikur fyrir félagið í deildinni.

Konstantinos Fortounis kom Olympiakos yfir í fyrri hálfleik og Andreas Bouchalakis tvöfaldaði forystuna á 72. mínútu. Mathieu Dossevi rak síðasta naglann í líkkistu Panionios í uppbótartíma.

Alfreð var tekinn af velli á 69. mínútu, en þetta var fyrsti leikur Olympiakos í titilvörninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×