Innlent

Hjónin þekktu manninn sem réðst á þau í Garðabænum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjónin þekktu manninn og er um persónulegar deilur að ræða.
Hjónin þekktu manninn og er um persónulegar deilur að ræða. Vísir/Pjetur
Lögregla segir íbúa í Garðabæ ekki þurfa að hafa neinar áhyggjur vegna líkamsárásar á heimili hjóna í Garðabænum í gær. Vitað sé hver maðurinn er og er um deilu viðkomandi aðila að ræða. Málið sé viðkvæmt og vildi lögregla ekki veita frekari upplýsingar um málið.

Í tilkynningu frá lögreglunni í gær kom fram að maðurinn hefði brotist inn á heimili og ráðist þar á hjón. Maðurinn mun hafa bankað upp á og í framhaldinu kom til átaka.

Málið er í góðri vinnslu að sögn lögreglu sem segir aðspurð íbúa í Garðabæ ekki þurfa að hafa áhyggjur vegna þess. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×