Innlent

Ráðist á hjón á heimili þeirra í Garðabæ

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
vísir/pjetur
Tilkynnt var um líkamsárás í Garðabæ rétt eftir klukkan 13.30 í dag. Maður braust þá inn á heimili og réðst á hjón sem þar búa. Er lögreglu kom á vettvang var maðurinn á bak og burt en vitað er hver hann er og hans nú leitað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Sjúkrabifreið kom á vettvang og flutti hjónin á slysadeild þar sem gert var að sárum þeirra.

Skömmu fyrir klukkan fjögur hafði lögreglumaður á bifhjóli afskipti af reiðhjólamanni sem hjólaði yfir á rauðu ljósi á gatnamótum Bankastrætis og Lækjargötu. Hjólreiðamanninum fannst afskiptin óþörf enda taldi hann sig vera eins og gangandi vegfarandi í umferðinni og hann gerði þetta oft á hverjum degi.

Að auki þurfti lögreglan að hafa afskipti af þjófi í verslun í Kópavogi. Var maðurinn mjög ölvaður og vistaður í fangageymslu þar til rennur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×