Bæjarhátíð Seltjarnarness haldin í fjórða sinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:30 Brekkusöngurinn verður haldinn í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason mun frumflytja lagið Seltjarnarnes en hér er hann ásamt Jóakim, einum skipuleggjanda hátíðarinnar, og Herði Bjarkasyni sem stígur einnig á svið. Vísir/AntonBrink „Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00. Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
„Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00.
Mest lesið Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Bíó og sjónvarp Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira