Bæjarhátíð Seltjarnarness haldin í fjórða sinn Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2015 12:30 Brekkusöngurinn verður haldinn í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason mun frumflytja lagið Seltjarnarnes en hér er hann ásamt Jóakim, einum skipuleggjanda hátíðarinnar, og Herði Bjarkasyni sem stígur einnig á svið. Vísir/AntonBrink „Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00. Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
„Það er margt nýtt hjá okkur í ár, þetta er hátíð sem var standsett af fólkinu hérna í bænum til þess að vekja upp bæjarstemningu,“ segir Jóakim Þór Gunnarsson, einn af skipuleggjendum Bæjarhátíðar Seltjarnarness. Hátíðin hefst í dag og stendur yfir til sunnudags. Jóakim segir að upphaf hátíðarinnar megi rekja til þess að nokkrir íbúar tóku sig saman og efndu til hátíðarinnar. „Það voru alltaf Stuðmannaböll sem voru hrikalega vinsæl. Þegar þau duttu upp fyrir þá vantaði eitthvað í lok sumars sem skapaði ákveðna stemningu. Þau ákváðu að efna til balls og skipta hverfum eftir litum,“ segir Jóakim og bætir við: „Í fyrra í rauða hverfinu var götum lokað og fólk leigði hoppukastala. Það voru grilluð tvö heil lömb og bara frjáls framlög og fólk gat fengið sér að borða, það myndaðist alveg geggjuð stemning.“ Jóakim segir hátíðina hafa vaxið töluvert frá því hún var haldin fyrst og að áhersla sé lögð á að höfða til allra aldurshópa. „Það eru djasstónleikar í kvöld sem eru miðaðir við eldri kynslóðina. Tómas R. Einarsson og Bogomil Font. Á morgun verðum við með Brekkusöng í Plútóbrekku þar sem Jóhann Helgason tónlistarmaður, sem er búsettur á Seltjarnarnesi, ætlar að frumflytja lag sitt Seltjarnarnes,“ segir Jóakim glaður í bragði og auðheyrt er að það verður nóg um að vera. „Það verður bara tónlistarfólk af Seltjarnarnesi sem er að spila fyrir fólkið í brekkunni. Krakkar úr tónlistarskólanum og strákar sem hafa verið öflugir í gítarspili á Nesinu. Svo klárum við þetta með Jóhanni.“ Á laugardagskvöldið er svokallað stuðball þar sem hljómsveitin Made-in Sveitin leikur fyrir dansi. Meðal annarra viðburða er til dæmis sundlaugarpartí, hjólreiðatúr, skemmtiskokk og dans- og hljóðverk tveggja byggingarkrana. Frítt er inn á flesta viðburðina fyrir utan djasstónleikana og stuðballið. Það verður sannarlega nóg um að vera á Seltjarnarnesi um helgina því einnig fer fram Gróttudeginum og frisbígolfmót „Við erum með mót þar á laugardeginum með vinningum, það heitir Íslenska flatbakan og öllum sem hafa gaman af frisbígolfi er meira en velkomið að taka þátt,“ segir Jóakim glaður í bragði. Á Gróttudeginum sem fram fer á laugardaginn verður ýmsum þrautum dreift víðs vegar um bæjarfélagið og hafa íbúar kost á að safna stigum fyrir sitt hverfi. Vinningshafi verður dreginn út í hálfleik Gróttu og Þórs sem fram fer á Vivaldivellinum klukkan 14.00 á laugardeginum. Nánari dagskrá bæjarhátíðarinnar má kynna sér á seltjarnarnes.is en dagskráin hefst á því að sýningin Sjólag með verkum eftir Finnboga Pétursson verður opnuð í Galleríi Gróttu klukkan 17.00.
Mest lesið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira