Fótbolti

Elías fékk treyju eins dýrasta leikmanns knattspyrnusögunnar eftir leikinn

Leikmenn Real Madrid fyrir leikinn í gær.
Leikmenn Real Madrid fyrir leikinn í gær. Vísir/Getty
Elías Már Ómarsson sem lék fyrri hálfleikinn í markalausu jafntefli Valerenga og Real Madrid fékk treyju velska kantmannsins Gareth Bale að leik loknum en Elías deildi þessu á Twitter-síðu sinni í dag.

Um var að æfingarleik en Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Real Madrid stillti upp sterku byrjunarliði sem innihélt meðal annars James Rodriguez, Bale og Luka Modric ásamt því að gefa hinum norska Martin Ödergaard tækifæri.

Elías Már sem er á sínu fyrsta ári hjá Valerenga byrjaði í framlínunni en tókst ekki að koma boltanum framhjá Keylor Navas, landsliðsmarkverði Kosta Ríka.

Hann datt þó í lukkupottinn eftir leik er hann fékk treyju Gareth Bale sem varð einn dýrasti leikmaðurinn í sögunni þegar hann var keyptur frá Tottenham til spænska stórveldisins fyrir tæplega 100 milljónir evra.

Twitter-færslu Elíasar, sem og mynd úr leiknum þar sem hann glímir við James og Bale má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×