Rán á Blönduósi: „Maður er vanur að geta treyst fólki“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. ágúst 2015 17:54 Húnabúð er lýst sem litlu kaupfélagi án matvöru. mynd/húnabúð Tveir menn rændu Húnabúð á Blönduósi um klukkan ellefu í morgun. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þeir mjög lúmskir og eftir á að hyggja hafi verið augljóst hvað þeim gekk til. „Þegar það er góðviðrisdagur eins og í dag þá er ég með fataslá úti á palli fyrir framan búðina," segir Sigurlaug. „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig.“ Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Við erum í raun lítið kaupfélag án matvöru,“ segir Sigurlaug. Ekkert öryggiskerfi eða myndavélar er á versluninni og því ekki til neinar myndir af þeim. „Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og töluðu bjagaða ensku með frönskum hreim. Án þess að ég ætli að fullyrða um að þeir séu franskir. Þeir voru um kringum 170 sentímetra háir, dökkhærðir og annar þeirra með derhúfu.“ „Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem þeir gera þetta og það er mjög gremjulegt að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en eftir á. Maður er svo vanur að geta treyst fólki hérna. Það er rétt að láta vita af þeim og biðja fólk um að hafa varann á,“ lætur Sigurlaug hafa eftir sér að lokum.Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Var rænd hér í búðinni, öllu úr kassanum stolið sem var um 40 þús sem og veskið...Posted by Húnabúð / Litla Dótabúðin on Saturday, 8 August 2015 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Tveir menn rændu Húnabúð á Blönduósi um klukkan ellefu í morgun. Að sögn Sigurlaugar Gísladóttur, eiganda búðarinnar, voru þeir mjög lúmskir og eftir á að hyggja hafi verið augljóst hvað þeim gekk til. „Þegar það er góðviðrisdagur eins og í dag þá er ég með fataslá úti á palli fyrir framan búðina," segir Sigurlaug. „Það kom til mín erlendur maður og bað mig um að aðstoða sig við að velja peysu á sig sem ég geri að sjálfsögðu. Honum gekk illa að ákveða sig og talaði lengi við mig.“ Á meðan laumaði annar maður sér inn í verslunina og hafði þaðan á brott allt sem var í kassanum og veski eigandans. Alls rændi hann um 70.000 krónum auk öllum kortum, skilríkjum og persónulegum munum Sigurlaugar sem í veskinu voru. Húnabúð er lítil búð sem verslar með handverk fólks úr héraði auk leikfanga og klæða. „Við erum í raun lítið kaupfélag án matvöru,“ segir Sigurlaug. Ekkert öryggiskerfi eða myndavélar er á versluninni og því ekki til neinar myndir af þeim. „Þetta voru tveir ungir menn, vel klæddir og töluðu bjagaða ensku með frönskum hreim. Án þess að ég ætli að fullyrða um að þeir séu franskir. Þeir voru um kringum 170 sentímetra háir, dökkhærðir og annar þeirra með derhúfu.“ „Þetta er örugglega ekki í fyrsta skipti sem þeir gera þetta og það er mjög gremjulegt að hafa ekki áttað sig á þessu fyrr en eftir á. Maður er svo vanur að geta treyst fólki hérna. Það er rétt að láta vita af þeim og biðja fólk um að hafa varann á,“ lætur Sigurlaug hafa eftir sér að lokum.Alltaf upplifir maður eitthvað nýtt. Var rænd hér í búðinni, öllu úr kassanum stolið sem var um 40 þús sem og veskið...Posted by Húnabúð / Litla Dótabúðin on Saturday, 8 August 2015
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira