Fótbolti

Er þetta besta jöfnunarmark sögunnar? | Myndband

Martin Hansen fagnar hér stiginu í leikslok.
Martin Hansen fagnar hér stiginu í leikslok. Vísir/Getty
Óhætt er að segja að jöfnunarmark Ado Den Haag gegn hollensku meisturunum í PSV hafi verið af dýrari gerðinni í fyrstu umferð hollensku úrvalsdeildarinnar um helgina.

Markvörður Den Haag, Martin Hansen, skoraði þá í uppbótartíma með skemmtilegri hælspyrnu eftir aukaspyrnu.

PSV sem varð hollenskur meistari á síðasta tímabili stillir fram nýju liði á þessu tímabili eftir að hafa selt Memphis Depay, besta leikmann hollensku úrvalsdeildarinnar og Georginio Wijnaldum, fyrirliða liðsins, í ensku úrvalsdeildina í sumar.

Luuk De Jong, fyrrum leikmaður Newcastle, virtist hafa tryggt PSV sigurinn þegar tæpur hálftími var til leiksloka en Hansen náði að bjarga stigi fyrir Ado Den Haag sem lenti í þrettánda sæti á síðasta tímabili.

Tókst honum að stýra með hælnum fyrirgjöf úr aukaspyrnu úr miðjum vítateignum þegar mínúta var eftir af uppbótartíma.

Glæsilegt mark sem og hans fyrsta á ferlinum en markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Towarttor in der Eredivisie

Es läuft die Nachspielzeit beim Spiel ADO Den Haag gegen PSV Eindhoven. Der Gast führt mit 2:1 und dann hat ADO Torwart Hansen eine geniale Idee.

Posted by Sportdigital on Tuesday, 11 August 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×