Innlent

Uppvakningur dagsins: Skilur flótta unga fólksins eftir heimsókn til Köben

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Valgeir Skagfjörð átti fjölmörg orð til að lýsa hugarástandi sínu eftir heimsókn til dóttur sinnar í Kaupmannahöfn.
Valgeir Skagfjörð átti fjölmörg orð til að lýsa hugarástandi sínu eftir heimsókn til dóttur sinnar í Kaupmannahöfn. Vísir
Leikaranum Valgeiri Skagfjörð blöskraði munurinn á tækifærum ungs fólks til að byggja upp framtíð sína í Kaupmannahöfn og á höfuðborgarsvæðinu hér heima. Hann ritaði pistil eftir heimsókn til dóttur sinnar og barnabarna sem þá höfðu búið í dönsku höfuðborginni í tvö og hálft ár.

Hún hafði nýkeypt sér fasteign eftir að hafa verið á leigumarkaði og lækkaði greiðslubirðina til muna. Lýst Valgeir því í skrefum hvað gerðist í kjölfarið. Greinin vakti mikla athygli og sömuleiðis fréttin sem Vísir birti með vísun í greinina.

Uppvakning dagsins má lesa hér.

Í uppvakningi dagsins á Vísi eru rifjaðar upp greinar sem einhverra hluta vegna öðlast nýtt líf viku, mánuðum eða árum eftir að þær birtast fyrst á vefnum. Í flestum tilfellum fara þær í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem þær eru rifjaðar upp af einni eða annarri ástæðu.

Í daglegu amstri fer ýmislegt gott efni framhjá lesendum miðlanna en með uppvakningnum er markmiðið að gefa lesendum tækifæri til að lesa góðar fréttir eða greinar sem það gæti hafa misst af á sínum tíma.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×