Skilur vel flótta unga fólksins eftir heimsókn til Köben Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. nóvember 2014 10:45 Valgeir Skagfjörð líkir ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. Vísir/Pjetur „Jæja barasta. Er ekki komið nóg?“ spyr leikarinn Valgeir Skagfjörð í pistli sem hann ritar í kjölfar heimsóknar til dóttur sinnar og barnabarna í Kaupmannahöfn liðna helgi. Þar hefur dóttir hans alið manninn undanfarin tvö og hálft ár, bæði numið og starfað. Nýlega steig hún stórt skref, fór úr leiguíbúð og keypti sér sína eigin í næsta nágrenni til þess að lækka greiðslubyrðina um tæplega átta þúsund danskar krónur á mánuði eða jafnvirði 165 þúsund króna. Valgeir deilir með landsmönnum hvernig gengið var frá fjármögnun íbúðarinnar. 1. Hún fær lán sem er sambærilegt við íbúðalánasjóðslán sem ber 1% vexti. 2. Bankinn (Lån og Spar) ætlar að lána henni það sem upp á vantar upp á tæplega 4% vexti. Það sem hún þarf að gera er að sýna fram á að hún hafi nægar tekjur til að standa undir afborgunum. Enginn í ábyrgð nema hún sjálf. (Standi hún ekki skilum, þá missir hún íbúðina. Punktur.) Valgeir segir að í kjölfarið gerist eftirfarandi: a: Hún sér lánið sitt lækka í hvert sinn sem hún borgar af því. b: Hún eignast hlut í íbúðinni smátt og smátt og einn daginn, áður en hún verður gömul, þá stendur hún eftir með skuldlausa eign. c. Á meðan hún heldur vinnunnni og þeim launum sem hún hefur, þá tekst henni að lifa mannsæmandi lífi á því sem útaf stendur þegar hún er búin að greiða sín gjöld. d: Hún þarf ekki að greiða fyrir barnið sitt á leikskólanum. e. Hún þarf ekki að taka upp veski þegar hún fer til læknis. f: Hún verslar í matinn fyrir umtalsvert lægra hlutfall af launum sínum. g: Þegar unglingurinn hennar kemst í háskólanám, þá getur hann fengið námsstyrk á meðan hann er í skólanum. M.ö.o. Hann fær greitt fyrir að vera í skóla. Það er upplifun Valgeirs að á Íslandi sé fólk hrakið út á leigumarkað til að halda áfram að greiða húsaleigu upp á 150 þúsund krónur á mánuði af því það stenst ekki greiðslumat upp á 120 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Þegar láglaunamaður sé búinn að greiða sín gjöld sé hann jafnvel í mínus um hver mánaðarmót. „Lánin hans hækka eftir því borgað er af þeim - þökk sé hinni dásamlegu verðtryggingu sem síðan eru reiknaðir vextir ofan á. Hér hækka stöðugt komugjöld á heilbrigðisstofnanir og öll opinber þjónusta hækkar í verði. Matarverð er með því hæsta í Evrópu. Samt sjáum við auðmenn og konur raka til sín milljörðum á meðan alþýða manna hefur vart til hnífs og skeiðar,“ segir Valgeir. Bendir hann á að þeir sem verst séu settir séu gjarnan of stoltir til að harma hlutskipti sitt opinberlega. Valgeir segir útlitið ekki gott fyrir unga fólkið í landinu. Margir sjái því ekki framtíð hér á landi og hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Líkir hann ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. „Og það sorglegasta í þessu öllu saman er að stjórnmálaelítan, embættismannastéttin, auðmennirnir og sægreifarnar eru í bullandi afneitun og spinna hér vefnað í klæði keisarans sem aldrei fyrr. Ég segi nú bara jæja - hve lengi ætla Íslendingar að sýna langlundargeð?“ Veltir Valgeir fyrir sér hvort margir iðrist ekki að hafa kostið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn yfir sig í andvaraleysi, í von um leiðréttingu sem átt hafi að færa fólki nýja trú á stjórnmálastétina og koma á sáttum milli þings og þjóðar. Átt hafi að taka á verðtryggingunni, lækka álögur, leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja auk almennra úrbóta almenningi til hagsbóta. „En - nei - það er komið annað hljóð í strokkinn. Og eins og venjulega, þá er talað til almennings eins og hann sé óaldarlýður af verstu sort. Þeir sem mæta á Austurvöll eru ekki þjóðin og svo er gert lítið úr öllu saman - jafnvel þótt þetta sama fólk hafi komið frambjóðendum í valdastólanna,“ segir Valgeir. Minnir hann á að almenningur virðist alltaf nógu góður þegar stjórnmálamenn eru í atkvæðaleit. Þegar menn eru komnir til valda komist ekkert annað að en að halda þeim og verja með kjafti og klóm. „Það er það eina sem máli skiptir. Valdhrokinn verður grímulaus og menn svífast einskis í hagsmunagæslunni.“Pistil Valgeirs í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
„Jæja barasta. Er ekki komið nóg?“ spyr leikarinn Valgeir Skagfjörð í pistli sem hann ritar í kjölfar heimsóknar til dóttur sinnar og barnabarna í Kaupmannahöfn liðna helgi. Þar hefur dóttir hans alið manninn undanfarin tvö og hálft ár, bæði numið og starfað. Nýlega steig hún stórt skref, fór úr leiguíbúð og keypti sér sína eigin í næsta nágrenni til þess að lækka greiðslubyrðina um tæplega átta þúsund danskar krónur á mánuði eða jafnvirði 165 þúsund króna. Valgeir deilir með landsmönnum hvernig gengið var frá fjármögnun íbúðarinnar. 1. Hún fær lán sem er sambærilegt við íbúðalánasjóðslán sem ber 1% vexti. 2. Bankinn (Lån og Spar) ætlar að lána henni það sem upp á vantar upp á tæplega 4% vexti. Það sem hún þarf að gera er að sýna fram á að hún hafi nægar tekjur til að standa undir afborgunum. Enginn í ábyrgð nema hún sjálf. (Standi hún ekki skilum, þá missir hún íbúðina. Punktur.) Valgeir segir að í kjölfarið gerist eftirfarandi: a: Hún sér lánið sitt lækka í hvert sinn sem hún borgar af því. b: Hún eignast hlut í íbúðinni smátt og smátt og einn daginn, áður en hún verður gömul, þá stendur hún eftir með skuldlausa eign. c. Á meðan hún heldur vinnunnni og þeim launum sem hún hefur, þá tekst henni að lifa mannsæmandi lífi á því sem útaf stendur þegar hún er búin að greiða sín gjöld. d: Hún þarf ekki að greiða fyrir barnið sitt á leikskólanum. e. Hún þarf ekki að taka upp veski þegar hún fer til læknis. f: Hún verslar í matinn fyrir umtalsvert lægra hlutfall af launum sínum. g: Þegar unglingurinn hennar kemst í háskólanám, þá getur hann fengið námsstyrk á meðan hann er í skólanum. M.ö.o. Hann fær greitt fyrir að vera í skóla. Það er upplifun Valgeirs að á Íslandi sé fólk hrakið út á leigumarkað til að halda áfram að greiða húsaleigu upp á 150 þúsund krónur á mánuði af því það stenst ekki greiðslumat upp á 120 þúsund króna greiðslubyrði á mánuði. Þegar láglaunamaður sé búinn að greiða sín gjöld sé hann jafnvel í mínus um hver mánaðarmót. „Lánin hans hækka eftir því borgað er af þeim - þökk sé hinni dásamlegu verðtryggingu sem síðan eru reiknaðir vextir ofan á. Hér hækka stöðugt komugjöld á heilbrigðisstofnanir og öll opinber þjónusta hækkar í verði. Matarverð er með því hæsta í Evrópu. Samt sjáum við auðmenn og konur raka til sín milljörðum á meðan alþýða manna hefur vart til hnífs og skeiðar,“ segir Valgeir. Bendir hann á að þeir sem verst séu settir séu gjarnan of stoltir til að harma hlutskipti sitt opinberlega. Valgeir segir útlitið ekki gott fyrir unga fólkið í landinu. Margir sjái því ekki framtíð hér á landi og hugurinn leiti út fyrir landsteinana. Líkir hann ástandinu nú saman við þegar landsmenn flykktust til Vesturheims á 20. öldinni í von um betra líf. „Og það sorglegasta í þessu öllu saman er að stjórnmálaelítan, embættismannastéttin, auðmennirnir og sægreifarnar eru í bullandi afneitun og spinna hér vefnað í klæði keisarans sem aldrei fyrr. Ég segi nú bara jæja - hve lengi ætla Íslendingar að sýna langlundargeð?“ Veltir Valgeir fyrir sér hvort margir iðrist ekki að hafa kostið Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn yfir sig í andvaraleysi, í von um leiðréttingu sem átt hafi að færa fólki nýja trú á stjórnmálastétina og koma á sáttum milli þings og þjóðar. Átt hafi að taka á verðtryggingunni, lækka álögur, leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja auk almennra úrbóta almenningi til hagsbóta. „En - nei - það er komið annað hljóð í strokkinn. Og eins og venjulega, þá er talað til almennings eins og hann sé óaldarlýður af verstu sort. Þeir sem mæta á Austurvöll eru ekki þjóðin og svo er gert lítið úr öllu saman - jafnvel þótt þetta sama fólk hafi komið frambjóðendum í valdastólanna,“ segir Valgeir. Minnir hann á að almenningur virðist alltaf nógu góður þegar stjórnmálamenn eru í atkvæðaleit. Þegar menn eru komnir til valda komist ekkert annað að en að halda þeim og verja með kjafti og klóm. „Það er það eina sem máli skiptir. Valdhrokinn verður grímulaus og menn svífast einskis í hagsmunagæslunni.“Pistil Valgeirs í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira