Vont veður skemmdi fyrir hvalatalningu Svavar Hávarðsson skrifar 18. ágúst 2015 06:00 Gísli Víkingsson Aldrei hefur veður verið eins óhagstætt vísindamönnum við hvalatalningar frá því að þær hófust árið 1987. Þess vegna er þegar fyrirséð að ekki næst marktæk talning á hrefnu við landið og mælst er til þess að framhaldsrannsókn verði gerð. Víðtækum hvalatalningum á vegum Hafrannsóknastofnunar er nýlokið, en þær fóru fram í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf og var skipulagning þeirra á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007. Þær hafa sýnt talsverðar breytingar í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðastliðin 20 ár. Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöðu talninganna sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði; gögnin séu að koma í hús og úrvinnsla þeirra að hefjast. Gísli segir að í síðustu talningu, árið 2007, hafi komið fram að hrefnu hafði fækkað mjög á landgrunninu við Ísland, úr um 40.000 dýrum í 20.000 dýr. Þó sé landgrunnið við Ísland aðeins lítill hluti af stofnsvæði hrefnunnar og fjöldi þeirra hér við land segi aðeins hluta sögunnar. Ástæður þessarar fækkunar við Ísland í talningunni 2007 telja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar tengjast hinum miklu breytingum í hafinu með þeirri miklu hlýnun sem orðið hefur frá því fyrir aldamót. „Hlýnunin hefur haft áhrif á mikilvægar fæðutegundir hrefnu, einkum sandsíli og loðnu. Sandsílið hrundi um 2005 eins og afleiðingar á sjófuglastofna bera með sér. Sandsílið var ein aðalfæðutegund hrefnu fyrir sunnan og vestan land – og var um 80% af fæðu hrefnunnar árið 2003 en var aðeins lítill hluti ætis hennar fjórum árum síðar,“ segir Gísli og bætir við að þess vegna hafi hrefnan fært sig yfir í að éta þorskfiska og síld. Hitt er að hún gæti hafa elt loðnu til Grænlands en það hefur það ekki verið staðfest með talningum. Hins vegar hefur hnúfubak og langreyði fjölgað. „Við erum því mjög spennt fyrir að sjá niðurstöður talninganna. Hins vegar var veður afar óhagstætt í talningunum núna – sérstaklega á landgrunninu þar sem flugtalningin fór fram. Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því þegar ljóst að við munum ekki fá raunhæft mat á hrefnustofninum fyrir allt landgrunnið. Það er mjög miður og við náðum aðeins að telja á 38% af því svæði sem við ætluðum að skoða,“ segir Gísli en nefnir að lagt verði til að gerð verði lofttalning aftur sem fyrst. Það sé hins vegar háð því að fjárveiting fáist í það verkefni hvort af verður. Gísli segir ljóst að hvalveiðar Íslendinga hafi engin áhrif á stofnstærð þeirra hvala sem veiddir eru; hrefnu og langreyði. Hrefnuveiðar hafi í fyrra t.d. aðeins verið lítill hluti þess kvóta sem gefinn var út. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira
Aldrei hefur veður verið eins óhagstætt vísindamönnum við hvalatalningar frá því að þær hófust árið 1987. Þess vegna er þegar fyrirséð að ekki næst marktæk talning á hrefnu við landið og mælst er til þess að framhaldsrannsókn verði gerð. Víðtækum hvalatalningum á vegum Hafrannsóknastofnunar er nýlokið, en þær fóru fram í samstarfi við nágrannaþjóðir við Norður-Atlantshaf og var skipulagning þeirra á vettvangi Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO). Talningar sem þessar fóru fyrst fram árið 1987 og voru síðan endurteknar árin 1989, 1995, 2001 og 2007. Þær hafa sýnt talsverðar breytingar í fjölda og útbreiðslu hvala við landið síðastliðin 20 ár. Gísli A. Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að niðurstöðu talninganna sé ekki að vænta fyrr en eftir nokkra mánuði; gögnin séu að koma í hús og úrvinnsla þeirra að hefjast. Gísli segir að í síðustu talningu, árið 2007, hafi komið fram að hrefnu hafði fækkað mjög á landgrunninu við Ísland, úr um 40.000 dýrum í 20.000 dýr. Þó sé landgrunnið við Ísland aðeins lítill hluti af stofnsvæði hrefnunnar og fjöldi þeirra hér við land segi aðeins hluta sögunnar. Ástæður þessarar fækkunar við Ísland í talningunni 2007 telja sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar tengjast hinum miklu breytingum í hafinu með þeirri miklu hlýnun sem orðið hefur frá því fyrir aldamót. „Hlýnunin hefur haft áhrif á mikilvægar fæðutegundir hrefnu, einkum sandsíli og loðnu. Sandsílið hrundi um 2005 eins og afleiðingar á sjófuglastofna bera með sér. Sandsílið var ein aðalfæðutegund hrefnu fyrir sunnan og vestan land – og var um 80% af fæðu hrefnunnar árið 2003 en var aðeins lítill hluti ætis hennar fjórum árum síðar,“ segir Gísli og bætir við að þess vegna hafi hrefnan fært sig yfir í að éta þorskfiska og síld. Hitt er að hún gæti hafa elt loðnu til Grænlands en það hefur það ekki verið staðfest með talningum. Hins vegar hefur hnúfubak og langreyði fjölgað. „Við erum því mjög spennt fyrir að sjá niðurstöður talninganna. Hins vegar var veður afar óhagstætt í talningunum núna – sérstaklega á landgrunninu þar sem flugtalningin fór fram. Við náðum ekkert að telja fyrir Norður- og Austurlandi og því þegar ljóst að við munum ekki fá raunhæft mat á hrefnustofninum fyrir allt landgrunnið. Það er mjög miður og við náðum aðeins að telja á 38% af því svæði sem við ætluðum að skoða,“ segir Gísli en nefnir að lagt verði til að gerð verði lofttalning aftur sem fyrst. Það sé hins vegar háð því að fjárveiting fáist í það verkefni hvort af verður. Gísli segir ljóst að hvalveiðar Íslendinga hafi engin áhrif á stofnstærð þeirra hvala sem veiddir eru; hrefnu og langreyði. Hrefnuveiðar hafi í fyrra t.d. aðeins verið lítill hluti þess kvóta sem gefinn var út.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Sjá meira