Innlent

Myndaveisla: Fjöldi mætti á skólasetningu Verzlunarskólans

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mikil eftirspurn er eftir því að komast inn í Verzló.
Mikil eftirspurn er eftir því að komast inn í Verzló. vísir/ernir
Menntaskólar landsins hefjast margir á næstu dögum en bæði Verzlunarskóli Íslands og Menntaskólinn í Reykjavík voru settir í dag. Nemendur sem hefja nú nám við Verzló verða þeir fyrstu í sögu skólans sem ljúka námi á þremur árum.

„Við leggjum af stað í þessa vegferð með jákvæðum huga,“ sagði Ingi Ólafsson skólasmeistari Verzlunarskólans í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur verið lögð mikil vinna í þessar breytingar og við erum mjög spennt.

Að sögn Inga verður forvitnilegt að sjá hvernig þetta gengur en eldri nemendur verða áfram í gamla fjögurra ára kerfinu. Í nýja fyrirkomulaginu er mikil áhersla lögð á að vægi lokaprófa verði minna og námsmat breytist töluvert.

„Sú staða kemur sennilega upp að á sama tíma og hluti skólans spreytir sig á lokaprófum verður kennsla enn í gangi hjá öðrum,“ segir Ingi.

Manntal var tekið strax við skólasetningu en nýnemar sem ekki mæta á hana eiga á hættu á að missa af skólavist við skólann. Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis, var á staðnum og tók myndir af nýjum nemendum og eldri.


Tengdar fréttir

Íhuga inntökupróf í Verzló strax næsta vor

Skólameistari Verzlunarskólans segir nýtt einkunnakerfi sem tók við af samræmdum prófum hafa reynst illa og að alvarlega sé íhugað að taka upp inntökupróf strax næsta vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×