Fótbolti

Pique dæmdur í langt bann

Gerard Pique.
Gerard Pique. vísir/getty
Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, byrjar tímabilið í löngu leikbanni.

Hann var dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir munnsöfnuð í garð aðstoðardómara í leik Barcelona og Athletic Bilbao.

Dómarinn skrifaði í skýrslu sína hvað Pique sagði um móður aðstoðardómarans en Pique sór af sér allar sakir um dónaskap.

Talað var um að hann gæti fengið allt að tólf leikja bann fyrir munnsöfnuðinn en fjórir leikir var niðurstaðan.

Pique mun missa af leikjum gegn Bilbao, Malaga, Atletico Madrid og Levante.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×