Fótbolti

Hvað sagði Pique við aðstoðardómarann?

Pique urðar yfir aðstoðardómarann.
Pique urðar yfir aðstoðardómarann. vísir/afp
Búið að greina frá því hvað varð þess valdandi að Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, fékk að líta rauða spjaldið í gær.

Þá var Barcelona að spila seinni leikinn gegn Athletic Bilbao í spænsku meistarakeppninni og var 1-0 yfir er Pique fékk að fjúka út af fyrir að rífa kjaft.

Eftir því sem fram kemur í skýrslu dómarans þá öskraði Pique á línuvörðinn „Ég mun skíta á hóruna hana móður þína". Fyrir það var hann rekinn af velli. Réttilega.

Hann er þar með farinn í leikbann og missir af byrjun tímabilsins hjá Barca. Fyrsti leikur Barca er einmitt gegn Bilbao. Líklegt er að hann fái langt leikbann fyrir þessa hegðun.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×