Heimsmet féll á HM í Herning Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2015 22:31 Guðmundur og Teitur koma í mark báðir á tíma undir gamla heimsmetinu. mynd/jón björnsson Tvö ný heimsmet voru sett í 250m skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning sem fram var haldið í dag. Mótinu lýkur á morgun. Daninn Sören Madsen setti nýtt heimsmet er hann kom í mark á tímanum 21.49 sekúndum. Í síðasta spretti dagsins áttust við þeir Teitur Árnason, nýkrýndur heimsmeistari í gæðingaskeiði, og Guðmundur Einarsson en hann keppir fyrir Svíþjóð. Svo fór að Guðmundur kom í mark á tímanum 21.49 en hann var aðeins sjónarmun á undan Teiti sem hlaut tímann 21.52. Báðir tímarnir voru undir eldra heimsmeti. Guðmundur hlaut gull í greininni, Teitur brons en Madsen fékk silfrið. Á morgun verður keppt í 100 metra skeiði.Tveir knapar riðu sig inn í úrslitin Stór hluti dagsins var undirlagður keppni í B-úrslitum en þar var keppt um síðasta lausa sætið í úrslitunum sem fram fara á morgun. Kristín Lárusdóttir, á Þokka frá Efstu-Grund, og Eyjólfur Þorsteinsson, á Óliver frá Kvistum, komust í úrslit í dag með sigri í B-úrslitunum. Eyjólfur og Óliver munu keppa í fimmgangi en Kristín og Þokki í fjórgangi og fimmgangi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Kristínu. Gústaf Ásgeir Hinriksson, á Geisla frá Svanavatni, varð hins vegar í þriðja sæti í B-úrslitunum í fimmgangi ungmenna og fær brons að launum. Í yfirlitssýningu stóðhesta bar helst til tíðinda að Glóðafeykir frá Halakoti hækkaði fyrir skeið, tölt og brokk og er nú efstur stóðhesta sjö vetra og eldri. Ekki var laust við að tár hafi sést á hvarmi Íslendinganna er þeir fylgdust með Glóðafeyki en árið 2012 reið Einar Öder Magnússon Glóðafeyki til sigurs á Landsmóti. Einar lést í febrúar aðeins 52 ára að aldri. Á mótinu tók Svanhvít Kristjánsdóttir, ekkja Einars, við viðurkenningu sænska Íslandshestafélagsins fyrir störf Einars. Hestar Tengdar fréttir Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21 Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði Hann þakkar sigurinn hestinum. 6. ágúst 2015 19:55 Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23 Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02 Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Tvö ný heimsmet voru sett í 250m skeiði á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning sem fram var haldið í dag. Mótinu lýkur á morgun. Daninn Sören Madsen setti nýtt heimsmet er hann kom í mark á tímanum 21.49 sekúndum. Í síðasta spretti dagsins áttust við þeir Teitur Árnason, nýkrýndur heimsmeistari í gæðingaskeiði, og Guðmundur Einarsson en hann keppir fyrir Svíþjóð. Svo fór að Guðmundur kom í mark á tímanum 21.49 en hann var aðeins sjónarmun á undan Teiti sem hlaut tímann 21.52. Báðir tímarnir voru undir eldra heimsmeti. Guðmundur hlaut gull í greininni, Teitur brons en Madsen fékk silfrið. Á morgun verður keppt í 100 metra skeiði.Tveir knapar riðu sig inn í úrslitin Stór hluti dagsins var undirlagður keppni í B-úrslitum en þar var keppt um síðasta lausa sætið í úrslitunum sem fram fara á morgun. Kristín Lárusdóttir, á Þokka frá Efstu-Grund, og Eyjólfur Þorsteinsson, á Óliver frá Kvistum, komust í úrslit í dag með sigri í B-úrslitunum. Eyjólfur og Óliver munu keppa í fimmgangi en Kristín og Þokki í fjórgangi og fimmgangi. Hreint út sagt frábær árangur hjá Kristínu. Gústaf Ásgeir Hinriksson, á Geisla frá Svanavatni, varð hins vegar í þriðja sæti í B-úrslitunum í fimmgangi ungmenna og fær brons að launum. Í yfirlitssýningu stóðhesta bar helst til tíðinda að Glóðafeykir frá Halakoti hækkaði fyrir skeið, tölt og brokk og er nú efstur stóðhesta sjö vetra og eldri. Ekki var laust við að tár hafi sést á hvarmi Íslendinganna er þeir fylgdust með Glóðafeyki en árið 2012 reið Einar Öder Magnússon Glóðafeyki til sigurs á Landsmóti. Einar lést í febrúar aðeins 52 ára að aldri. Á mótinu tók Svanhvít Kristjánsdóttir, ekkja Einars, við viðurkenningu sænska Íslandshestafélagsins fyrir störf Einars.
Hestar Tengdar fréttir Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21 Teitur heimsmeistari í gæðingaskeiði Hann þakkar sigurinn hestinum. 6. ágúst 2015 19:55 Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23 Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02 Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ „Ég hata það að þurfa að gera þetta myndband“ „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Sjá meira
Fjölmenni við útför Einars Öder Útför hestamannsins Einars Öder Magnússonar fór fram frá Hallgrímskirkju í dag. 26. febrúar 2015 21:21
Jóhanna missti naumlega af gullinu Æsispennandi úrslitum í slaktaumatölti T2 lauk með sigri Lucie Maxheimer frá Þýskalandi á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 8. ágúst 2015 10:23
Einar Öder fallinn frá Einar Öder Magnússon, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum og einn færasti knapi og hrossaræktandi landsins, er fallinn frá. 16. febrúar 2015 12:02
Íslendingar gera það gott Þrír íslenskir keppendur eru meðal 5 efstu í forkeppni í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins. 7. ágúst 2015 13:13