Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Linda Blöndal skrifar 20. júlí 2015 19:00 Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum. Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en fimmtíu þúsund manns um kvótamálin. Forsetinn sagði afdráttarlaust við það tilefni að hann vildi að ákvæði um auðlindir í þjóðareign yrði festar í stjórnarskránni og ítrekaði fyrri yfirlýsingar sínar um að stjórnvöld yrðu að hlusta á þjóðina sem vilji réttlátar arðgreiðslur frá sjávarútveginum Þjóðareign í stjórnarskráAlls skrifaði 53.571 Íslendingur á kosningaaldri undir þessa áskorun: „Við undirrituð skorum á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem Alþingi samþykkir þar sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til lengri tíma en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá og þjóðinni ekki verið tryggt fullt gjald fyrir afnot þeirra.“ Um fimmtungur kjósenda á kjörskrá skrifuðu undir frá 1. maí til 9. júlí. Aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar afhentu forsetanum undirskriftirnar í dag. Undirskriftarsöfnunin hafi stöðvað málið á þingi Söfnunin fór af stað eftir að Alþingi hugðist úthluta heimildum til veiða á makríl til lengri tíma en eins árs. Aðstandendur hennar segja að það hafi átt að gera án ákvæðis í stjórnarskrá sem tryggði eign þjóðarinnar á auðlindinni og án þess að tryggt hafi verið að þjóðin fengi fullt gjald fyrir afnot hennar. Frumvarpið var ekki afgreitt af Alþingi fyrir þinglok og á meðan söfnuninni stóð og taldi Ólafur Ragnar hana hafa haft áhrif þar á. Hann sagði „nýja vídd” vera komna hvað varðar að virkja málskotsréttinn og 26. grein stjórnarskrárinnar þar um. Forsetinn hefur lýst þeirri skoðun sinni að sjávarútvegs- og kvótamál séu vel til þess fallin að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu Ítrekar fyrri yfirlýsingarForsetinn hafnaði þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp um veiðigjöld sumarið 2013 þar sem ekki væri um að ræða grundvallarbreytingu á nýtingu auðlindarinnar heldur breytingar á sköttum sem yrði afdrifaríkt fordæmi. Forsetinn sagði hins vegar þá yfirlýsingu sem hann birti þá um leið vera enn í gildi og eiga við núna. Þar hvatti hann stjórnvöld til að kappkosta boðaða endurskoða skipan fiskveiða og taka tilliti til vilja þjóðarinnar um réttlátararðgreiðslur. Hann sagði að þar hefði hann hvatt ríkisstjórn og Alþingi til „að ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðu til þjóðarinnar enda sýndi fjöldi undirskrifta vegna laganna um veiðigjald að almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum,“ sagði Ólafur Ragnar þegar afhendingin fór fram í dag. Og enn fremur að hann teldi ekki eðlilegt að hann brygðist við þessari áskorun nú með öðrum hætti en fyrir tveimur árum. „Á mínum borðum liggur ekkert frumvarp og mun ekki liggja á næstu mánuðum. En eins og kunnugt er, og það er ekkert leyndarmál, þá hef ég lengi verið þeirrar skoðunar, og lýst því yfir hvað eftir annað, að ég tel eðlilegt að ákvæði á þjóðarauðlindum séu sett í stjórnarskrá,“ sagði forsetinn.Sýn forsetans skýr eftir daginn í dagBolli Héðinsson hagfræðingur er einn af þeim sem stóð að undirskriftarsöfnuninni en í hópi þeirra eru einnig þeir sem stóðu að söfnuninni árið 2013 gegn frumvarpi um lækkað veiðigjald. Bolli taldi forsetann hafa talað skýrt í dag í samtali við Stöð 2. „Ég held að forsetinn hafi gefið í dag alveg ótvíræðar yfirlýsingar um að hann vill sjá ákvæði í stjórnarskrá um það að auðlindin, þar með fiskiauðlindin sé ótvírætt eign þjóðarinnar og fyrir afnot af henni þurfi að greiða fullt gjald.“ Bolli sagði telja að heimsókn sinna félaga með undirskriftirnar í dag á Bessastaði hafi orðið skýrt að hvað forsetinn vildi og hann hafi fyllilega sýnt fram á það með fyrrnefndri yfirlýsingu sem hann gaf frá sér fyrir tveimur árum.
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ „Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum.“ 20. júlí 2015 18:43
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05