Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 18:43 Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“ Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00