Afhentu forseta Þjóðareign í dag: „Það er alltaf verið að stoppa í götin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. júlí 2015 18:43 Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“ Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Þorkell Helgason, einn þeirra sem stóð að undirskriftarsöfnuninni Þjóðareign, segir að undirskriftasöfnunin hafi ekki snúist um makrílinn fyrst og fremst þrátt fyrir að hann hafi verið tilefnið að því að henni var hrundið í gang. „Það sem vakti fyrir okkur sem stóðum tæknilega að þessari söfnun var að menn leiti allra leiða til að ná sátt, komast til botns í þessum kvótamálum í heild sinni sem hafa vofað yfir þjóðinni í fjóra áratugi og valdið sífelldum deilum. Það er komið mál að því linni með því að það verði bara einfaldlega sett skýr ákvæði í stjórnarskrá um leikreglur í þessum málum. Ekki bara einhverjar leikreglur, einhver fagurgali eins og að fiskveiðiauðlindin sé í almannaeigu, það verður að vera eitthvað bitastætt innihald. Eins og hvernig eigi þá að greiða fyrir afnot af þessum auðlindum.“ Þorkell ræddi við þáttastjórnendur í Reykjavík síðdegis en viðtalið má heyra hér að ofan. Undirskriftirnar 53.571 voru afhentar forseta nú í dag. Þorkell benti á að nú hafi í fyrst asnin verið sett ákvæði í lög þar sem beinlínis var kveðið á um að ráðstöfun á kvóta væri til sex ára í senn. „Þetta væri í raun eilífðarákvæði, það væri mjög erfitt að draga það tilbaka af því að það spannaði tvö kjörtímabil.“ Hann segir það ekkert endilega óeðlilegt að ráðstöfun sé til sex ára en að gengið hafi verið frá ákvæðinu á þann hátt að það virtist geta staðið til eilífðarnóns. Mikilvægi hlutinn í undirskriftarsöfnuninni er hinn síðari að mati Þorkels. Hann er sá að það verði að setja ákvæði í stjórnarskrá. Stjórnmálaflokkar á Alþingi verði að komast til botns í því máli.Heldur Þorkell að komandi niðurstaða forseta gæti verið fordæmisgefandi þegar koma hér nýjar fisktegundir inn í lögsöguna? „Ég er eiginlega að gera mér vonir um það að menn reyni nú að finna heildstæða lausn.“ Þorkell segir að Íslendingar eigi það til að veigra sér við að taka á málum í heild og með almennum reglum. „Það er alltaf verið að stoppa í götin eins og Íslendingum er svolítið tamt.“
Alþingi Tengdar fréttir Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00 Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Undirskriftir Þjóðareignar afhentar forsetanum í dag: „Markar ákveðin tímamót“ Forseta Íslands verður í dag afhentar undirskriftir ríflega 53 þúsund Íslendinga sem skora á hann að vísa í þjóðaratkvæði lögum sem ráðstafa fiskveiðiauðlindum til lengri tíma en eins árs. 20. júlí 2015 12:00
Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. 10. júlí 2015 11:23
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Forsetinn ítrekar fyrri yfirlýsingar í dag Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, voru í dag afhentar undirskriftir meira en 50 þúsund manns um kvótamálin. 20. júlí 2015 19:00