Mistök kostuðu Ragnheiði Söru sigurinn í sandpokaburði Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. júlí 2015 10:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í miðjum sandpokaburði. Fyrsta keppnisdegi Heimsleikanna í CrossFit lauk í gær. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna en hún er í þriðja sæti í kvennaflokki eftir greinarnar tvær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður lenti í áttunda sæti í sundþraut dagsins í gær og í fjórða sæti í sandpokahlaupinu. Í sandpokagreininni gerði hún smá mistök er hún byrjaði á þyngsta pokanum en sá var rauður á lit. Reglurnar sögðu að enda skyldi á þeim poka og því þurfti hún að skila honum aftur og taka léttari pokana á undan. Það kostaði hana líklega sigurinn í WOD-inu. „Mér leið vel í sjónum og þá sérstaklega í sundinu en ég kunni verr við brettið,“ segir Ragnheiður Sara. „Sandpokarnir voru erfiðari en ég átti von á. Maður fann vel fyrir hitanum og loftið var þungt. Ég er sátt með útkomuna þrátt fyrir smá mistök.“ „Mér leið hrikalega vel í sjónum og ágætlega á brettinu. Við vissum að Ástralarnir yrðu góðir á brettunum en annað vissum við ekki,“ segir Björgvin Karl. „Ég hef lagt mikla áherslu á sund að undanförnu og það skilaði sér í dag. Það hjálpaði líka að vera yfir meðalhæð í sandpokagreininni. Ég byrjaði illa en náði því til baka. Ég átti ekki von á að vera sjötti en það gerir mig bara graðan í að halda því sæti.“ Annie Mist Þórisdóttir er næst íslensku stelpnanna á eftir Ragnheiði Söru en hún er í sjötta sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fimmtánda og Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Lið CrossFit Reykjavíkur gekk illa í fyrri þraut dagsins og endaði í 39. sæti af fjörutíu. Í boðhlaupinu gekk þeim betur og lentu í tuttugasta sæti. Liðið er í 35. sæti eftir daginn. „Okkur leið sæmilega í sjónum fyrir utan smá krampa en réttstöðulyftan með orminn gekk ekki nógu vel. Vantaði aðeins upp á samvinnuna hjá okkur. Boðhlaupið gekk síðan mjög vel.“ Dagurinn í dag er hvíldardagur hjá keppendum svo þeir geti safnað kröftum fyrir komandi átök. Á fimmtudaginn bíður einstaklinganna svokölluð „Murph“ æfing og snörunarstigi. Liðin takast á við „jarðar orm“ og síðari æfingin gefur í raun þreföld stig. Liðsmönnum er skipt niður í þrjú pör og tekst hvert par á við eina grein sem telur til stiga. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig konurnar stóðu sig í sandpokaburði. “It's going to be a lot of pressure,” she said. “But I'm good with pressure.” —Sara Sigmundsdottir pic.twitter.com/efbuUTI0Ye— The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 21, 2015 CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Fyrsta keppnisdegi Heimsleikanna í CrossFit lauk í gær. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er efst íslensku keppendanna en hún er í þriðja sæti í kvennaflokki eftir greinarnar tvær. Björgvin Karl Guðmundsson er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður lenti í áttunda sæti í sundþraut dagsins í gær og í fjórða sæti í sandpokahlaupinu. Í sandpokagreininni gerði hún smá mistök er hún byrjaði á þyngsta pokanum en sá var rauður á lit. Reglurnar sögðu að enda skyldi á þeim poka og því þurfti hún að skila honum aftur og taka léttari pokana á undan. Það kostaði hana líklega sigurinn í WOD-inu. „Mér leið vel í sjónum og þá sérstaklega í sundinu en ég kunni verr við brettið,“ segir Ragnheiður Sara. „Sandpokarnir voru erfiðari en ég átti von á. Maður fann vel fyrir hitanum og loftið var þungt. Ég er sátt með útkomuna þrátt fyrir smá mistök.“ „Mér leið hrikalega vel í sjónum og ágætlega á brettinu. Við vissum að Ástralarnir yrðu góðir á brettunum en annað vissum við ekki,“ segir Björgvin Karl. „Ég hef lagt mikla áherslu á sund að undanförnu og það skilaði sér í dag. Það hjálpaði líka að vera yfir meðalhæð í sandpokagreininni. Ég byrjaði illa en náði því til baka. Ég átti ekki von á að vera sjötti en það gerir mig bara graðan í að halda því sæti.“ Annie Mist Þórisdóttir er næst íslensku stelpnanna á eftir Ragnheiði Söru en hún er í sjötta sæti. Katrín Tanja Davíðsdóttir er fimmtánda og Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Lið CrossFit Reykjavíkur gekk illa í fyrri þraut dagsins og endaði í 39. sæti af fjörutíu. Í boðhlaupinu gekk þeim betur og lentu í tuttugasta sæti. Liðið er í 35. sæti eftir daginn. „Okkur leið sæmilega í sjónum fyrir utan smá krampa en réttstöðulyftan með orminn gekk ekki nógu vel. Vantaði aðeins upp á samvinnuna hjá okkur. Boðhlaupið gekk síðan mjög vel.“ Dagurinn í dag er hvíldardagur hjá keppendum svo þeir geti safnað kröftum fyrir komandi átök. Á fimmtudaginn bíður einstaklinganna svokölluð „Murph“ æfing og snörunarstigi. Liðin takast á við „jarðar orm“ og síðari æfingin gefur í raun þreföld stig. Liðsmönnum er skipt niður í þrjú pör og tekst hvert par á við eina grein sem telur til stiga. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig konurnar stóðu sig í sandpokaburði. “It's going to be a lot of pressure,” she said. “But I'm good with pressure.” —Sara Sigmundsdottir pic.twitter.com/efbuUTI0Ye— The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 21, 2015
CrossFit Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Elvis snúinn aftur „Allt orðið eðlilegt á ný“ Liverpool tilbúið að slá metið aftur Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Púttaðstaða eins og hjá Tiger og Rory Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Næst keppa Íslendingar klukkan 21. Bein útsending er á Vísi. 22. júlí 2015 17:15
Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45