Fréttatíminn vildi ekki yfirtaka rekstur Fótspors Jakob Bjarnar skrifar 27. júlí 2015 15:45 Í bréfi sínu lýsir gamli Kratinn Ámundi því yfir að Björn Ingi hafi sýnt að hann vilji og geti látið mismunandi raddir heyrast. Í bréfi sem Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd, og dagsett er 10. júlí 2015, kemur meðal annars fram að Ámundi hafði átt í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki um yfirtöku reksturs síns, en án árangurs – allt þar til Björn Ingi Hrafnsson kom inn í myndina. Í bréfinu nefnir Ámundi að þeirra á meðal hafi verið Fréttatíminn. Ámundi og einn eigenda blaðsins, Valdimar Birgisson, störfuðu á tímabili samhliða við sölu auglýsinga í Fréttablaðið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Björn Ingi Hrafnsson og Vefpressan keypt og yfirtekið rekstur Fótspors Ámunda Ámundasonar sem gefið hefur út Akureyri vikublað og Reykjavík vikublað. Þetta hefur valdið verulegum titringi innan fjölmiðlageirans og áhugamanna um fjölmiðlun og reksturs fjölmiðlafyrirtækja. Þess má meðal annars sjá merki í því að Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublað, vandar Birni Inga ekki kveðjurnar í morgun og segist aldrei muni starfa með honum. En, þessi samruni er þó háður samþykki Samkeppniseftirlits og Fjölmiðlanefndar.Sonur Ámunda fylgir með í kaupunum Vísir hefur undir höndum athyglisvert bréf Ámunda og er það á einlægum nótum. Hann segist hafa um nokkurra ára skeið gefið út fríblöð til dreifingar víða um land. „Þetta hefur verið lítill rekstur, en gengið með þrotlausri vinnu. Ég hef ekki getað tekið frí lengi og er nú kominn að áttræðisaldri og þarf að fara að huga að framtíðinni.“ Svo hefst bréfið en þar kemur meðal annars fram að honum hafi boðist starf á nýjum stað: „Björn Ingi hefur óskað eftir því að ég myndi starfa áfram við útgáfuna undir merkjum Pressunnar og sömuleiðis sonur minn, sem hefur verið framkvæmdastjóri Fótspors. Það fyrirtæki hættir útgáfu með því að þetta samstarf tekur gildi. Með því vill hann nýta áratugareynslu mína af íslenskum útgáfu- og auglýsingamarkaði og er ég þakklátur fyrir það,“ skrifar Ámundi – sem ýkir hvergi í þeim efnum; hann er fyrir löngu orðinn lifandi goðsögn í heimi blaðaútgáfunnar.Gamall krati sem lítur á Eyjuna sem sinn heimavöll Bréfi sínu lýkur Ámundi með eftirfarandi orðum: „Að mínu mati hefur Björn Ingi sýnt með útgáfu DV, Eyjunnar og Pressunnar og fleiri miðla, að mismunandi raddir fái að heyrast; gamall Krati eins og ég lítur til dæmis á Eyjuna sem sinn heimavöll og veit ég að hið sama gildir um marga fleiri. Ég tel því ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fjölbreytni á blaðamarkaði minnki við þetta, miklu frekar að fjölbreytni verði áfram tryggð með þessu móti, því áframhaldandi útgáfa þessara blaða verður tryggð með þessum hætti.“ Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Í bréfi sem Ámundi Ámundason, útgefandi og auglýsingastjóri, sendi Samkeppniseftirliti og Fjölmiðlanefnd, og dagsett er 10. júlí 2015, kemur meðal annars fram að Ámundi hafði átt í viðræðum við ýmis önnur fyrirtæki um yfirtöku reksturs síns, en án árangurs – allt þar til Björn Ingi Hrafnsson kom inn í myndina. Í bréfinu nefnir Ámundi að þeirra á meðal hafi verið Fréttatíminn. Ámundi og einn eigenda blaðsins, Valdimar Birgisson, störfuðu á tímabili samhliða við sölu auglýsinga í Fréttablaðið. Eins og Vísir hefur greint frá hefur Björn Ingi Hrafnsson og Vefpressan keypt og yfirtekið rekstur Fótspors Ámunda Ámundasonar sem gefið hefur út Akureyri vikublað og Reykjavík vikublað. Þetta hefur valdið verulegum titringi innan fjölmiðlageirans og áhugamanna um fjölmiðlun og reksturs fjölmiðlafyrirtækja. Þess má meðal annars sjá merki í því að Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri Akureyri vikublað, vandar Birni Inga ekki kveðjurnar í morgun og segist aldrei muni starfa með honum. En, þessi samruni er þó háður samþykki Samkeppniseftirlits og Fjölmiðlanefndar.Sonur Ámunda fylgir með í kaupunum Vísir hefur undir höndum athyglisvert bréf Ámunda og er það á einlægum nótum. Hann segist hafa um nokkurra ára skeið gefið út fríblöð til dreifingar víða um land. „Þetta hefur verið lítill rekstur, en gengið með þrotlausri vinnu. Ég hef ekki getað tekið frí lengi og er nú kominn að áttræðisaldri og þarf að fara að huga að framtíðinni.“ Svo hefst bréfið en þar kemur meðal annars fram að honum hafi boðist starf á nýjum stað: „Björn Ingi hefur óskað eftir því að ég myndi starfa áfram við útgáfuna undir merkjum Pressunnar og sömuleiðis sonur minn, sem hefur verið framkvæmdastjóri Fótspors. Það fyrirtæki hættir útgáfu með því að þetta samstarf tekur gildi. Með því vill hann nýta áratugareynslu mína af íslenskum útgáfu- og auglýsingamarkaði og er ég þakklátur fyrir það,“ skrifar Ámundi – sem ýkir hvergi í þeim efnum; hann er fyrir löngu orðinn lifandi goðsögn í heimi blaðaútgáfunnar.Gamall krati sem lítur á Eyjuna sem sinn heimavöll Bréfi sínu lýkur Ámundi með eftirfarandi orðum: „Að mínu mati hefur Björn Ingi sýnt með útgáfu DV, Eyjunnar og Pressunnar og fleiri miðla, að mismunandi raddir fái að heyrast; gamall Krati eins og ég lítur til dæmis á Eyjuna sem sinn heimavöll og veit ég að hið sama gildir um marga fleiri. Ég tel því ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af því að fjölbreytni á blaðamarkaði minnki við þetta, miklu frekar að fjölbreytni verði áfram tryggð með þessu móti, því áframhaldandi útgáfa þessara blaða verður tryggð með þessum hætti.“
Tengdar fréttir „Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27 Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29 Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55 Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
„Ekki séns í helvíti, Björn Ingi Hrafnsson“ Björn Þorláksson ætlar sér aldrei að starfa fyrir Björn Inga Hrafnsson og vandar honum ekki kveðjurnar. 27. júlí 2015 10:27
Fréttir af yfirtöku Vefpressunnar komu ritstjóra mjög á óvart „Ég þakka lesendum kærlega fyrir samfylgdina að sinni. Við heyrumst síðar.“ 26. júlí 2015 17:29
Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir útgefandinn Ámundi Ámundason. 25. júlí 2015 19:55
Loftárásir Við verðum hér vitni að óvenju óskammfeilinni viðleitni að því að sölsa undir sig alla óþæga fjölmiðla í landinu til þess að stýra þjóðfélagsumræðunni; hafa áhrif á skoðanamyndun almennings. 27. júlí 2015 07:00