Innlent

Dæmdur í fangelsi fyrir að hafa ætlað að selja amfetamín

Birgir Olgeirsson skrifar
Amfetamínið fannst við húsleit á heimili mannsins á Akranesi.
Amfetamínið fannst við húsleit á heimili mannsins á Akranesi. Vísir/GVA
Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri til sex mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa haft í vörslum sínum í sölu og dreifingarskyni tæp 106 grömm af amfetamíni sem fundust við húsleit á heimili hans á Akranesi 5. mars í fyrra.

Maðurinn játaði fyrir dómi að hafa átt þau fíkniefni sem talin eru upp í ákæru en kvað þau einungis hafa verið fyrir hann sjálfan en ekki ætluð til sölu og dreifingar.

Héraðsdómur Vesturlands taldi sannað að maðurinn hafi ætlað að selja efnið þar sem það hefði verið að hluta til innpakkað í poka, með um það bil eitt gramm í hverjum poka. Þar sem maðurinn neitaði að tjá sig um ákæruefnin og af hverju efninu hafði verið pakkað í umbúðir sem hentugar sýnast til söludreifingar, taldi dómurinn að fram hafi komið sönnun sem ekki verið vefengd með skynsamlegum rökum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×