Engin útskrifarathöfn fyrir hina meintu svindlara Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júní 2015 11:14 Nemendur máttu mæta með orðabók í umrætt próf. Hið meinta svindl fólst hins vegar í því að gögn voru falin í orðabókinni. Vísir/STEFÁN Átta af þeim níu nemendum Menntaskólans við Sund sem sakaðir eru um að hafa svindlað á stúdentsprófinu í þýsku í síðasta mánuði hafa nú þreytt endurtökupróf. Nemandinn sem ekki tók prófið með hinum átta var staddur erlendis þegar það var þreytt að sögn Más Vilhjálmssonar, skólastjóra MS. Honum gefist þó færi á því að taka prófið þegar hann kemur aftur til landsins. Þó svo að Már vilji gefa upp um árangur nemanna á prófinu tjáði hann fréttamanni að þeir sem stóðust prófið hafi ekki fengið neina útskriftarathöfn en gátu nálgast prófskírteini sitt á skrifstofu skólans. Þeim hafi því gefist færi á að sækja um háskólanám að námi sínu í skólanum loknu með öðrum samnemendum sínum. Már segir að málinu ekki lokið. Í kjölfar mótmæla nemendanna við svindlásökununum hafi hann þurft að svara erindi frá ráðuneytinu sem Már gerði í liðnum mánuði. Ráðuneytið hafi þá sent honum annað erindi í kjölfarið sem hann vinni nú í að svara. Málið sé því í eðlilegu ferli. Már Vilhjálmsson, skólastjóri MSVÍSIR/ANTONFullyrða að ekkert svindl hafi átt sér stað Hið meinta svindl nemenda fólst að sögn Más í því að gögn voru falin í orðabók sem þeim var heimilt að taka með sér í prófið. Var nemendum vikið úr prófinu, prófgögn gerð upptæk og nemendurnir sendir á fund skólastjóra. Þau fengu sjálfkrafa núll í prófinu. Í kjölfarið var öllum nemendunum sent bréf þar sem þeim buðust tvær leiðir til þess að ljúka námi á þann hátt að ekkert stæði í vegi fyrir því að þau útskrifuðust og gætu hafið háskólanám í haust. Samkvæmt heimildum Vísis fullyrða nokkrir nemendurnir að engin brögð hafi verið í tafli. Til tíðinda heyrir að svo margir nemendur séu staðnir að svindli en Már skólastjóri sagði við Vísi á dögunum að ekki hafi komið upp svindl í útskriftarárgangi síðan árið 2002. Tengdar fréttir Stúdentsefni í MS staðin að svindli: Fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum "Það sorglegasta við þetta mál er að flestir þessir nemendur þurftu ekkert á þessu að halda. Þetta eru ágætir námsmenn og ekki eins og þeir hafi þurft að bjarga sér frá falli,“ segir Már Vilhjálmsson, skólastjóri MS. 13. maí 2015 13:00 Meint svindl stúdentsefna á þýskuprófi: Átta af níu nemendum hafa snúið sér til ráðuneytisins Skólastjóri Menntaskólans við Sund segir nemendur eiga fullan rétt á því að leita réttar síns. 26. maí 2015 15:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Átta af þeim níu nemendum Menntaskólans við Sund sem sakaðir eru um að hafa svindlað á stúdentsprófinu í þýsku í síðasta mánuði hafa nú þreytt endurtökupróf. Nemandinn sem ekki tók prófið með hinum átta var staddur erlendis þegar það var þreytt að sögn Más Vilhjálmssonar, skólastjóra MS. Honum gefist þó færi á því að taka prófið þegar hann kemur aftur til landsins. Þó svo að Már vilji gefa upp um árangur nemanna á prófinu tjáði hann fréttamanni að þeir sem stóðust prófið hafi ekki fengið neina útskriftarathöfn en gátu nálgast prófskírteini sitt á skrifstofu skólans. Þeim hafi því gefist færi á að sækja um háskólanám að námi sínu í skólanum loknu með öðrum samnemendum sínum. Már segir að málinu ekki lokið. Í kjölfar mótmæla nemendanna við svindlásökununum hafi hann þurft að svara erindi frá ráðuneytinu sem Már gerði í liðnum mánuði. Ráðuneytið hafi þá sent honum annað erindi í kjölfarið sem hann vinni nú í að svara. Málið sé því í eðlilegu ferli. Már Vilhjálmsson, skólastjóri MSVÍSIR/ANTONFullyrða að ekkert svindl hafi átt sér stað Hið meinta svindl nemenda fólst að sögn Más í því að gögn voru falin í orðabók sem þeim var heimilt að taka með sér í prófið. Var nemendum vikið úr prófinu, prófgögn gerð upptæk og nemendurnir sendir á fund skólastjóra. Þau fengu sjálfkrafa núll í prófinu. Í kjölfarið var öllum nemendunum sent bréf þar sem þeim buðust tvær leiðir til þess að ljúka námi á þann hátt að ekkert stæði í vegi fyrir því að þau útskrifuðust og gætu hafið háskólanám í haust. Samkvæmt heimildum Vísis fullyrða nokkrir nemendurnir að engin brögð hafi verið í tafli. Til tíðinda heyrir að svo margir nemendur séu staðnir að svindli en Már skólastjóri sagði við Vísi á dögunum að ekki hafi komið upp svindl í útskriftarárgangi síðan árið 2002.
Tengdar fréttir Stúdentsefni í MS staðin að svindli: Fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum "Það sorglegasta við þetta mál er að flestir þessir nemendur þurftu ekkert á þessu að halda. Þetta eru ágætir námsmenn og ekki eins og þeir hafi þurft að bjarga sér frá falli,“ segir Már Vilhjálmsson, skólastjóri MS. 13. maí 2015 13:00 Meint svindl stúdentsefna á þýskuprófi: Átta af níu nemendum hafa snúið sér til ráðuneytisins Skólastjóri Menntaskólans við Sund segir nemendur eiga fullan rétt á því að leita réttar síns. 26. maí 2015 15:59 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Stúdentsefni í MS staðin að svindli: Fá ekki að útskrifast með samnemendum sínum "Það sorglegasta við þetta mál er að flestir þessir nemendur þurftu ekkert á þessu að halda. Þetta eru ágætir námsmenn og ekki eins og þeir hafi þurft að bjarga sér frá falli,“ segir Már Vilhjálmsson, skólastjóri MS. 13. maí 2015 13:00
Meint svindl stúdentsefna á þýskuprófi: Átta af níu nemendum hafa snúið sér til ráðuneytisins Skólastjóri Menntaskólans við Sund segir nemendur eiga fullan rétt á því að leita réttar síns. 26. maí 2015 15:59