Innlent

Engin útskrifarathöfn fyrir hina meintu svindlara

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nemendur máttu mæta með orðabók í umrætt próf. Hið meinta svindl fólst hins vegar í því að gögn voru falin í orðabókinni.
Nemendur máttu mæta með orðabók í umrætt próf. Hið meinta svindl fólst hins vegar í því að gögn voru falin í orðabókinni. Vísir/STEFÁN
Átta af þeim níu nemendum Menntaskólans við Sund sem sakaðir eru um að hafa svindlað á stúdentsprófinu í þýsku í síðasta mánuði hafa nú þreytt endurtökupróf.

Nemandinn sem ekki tók prófið með hinum átta var staddur erlendis þegar það var þreytt að sögn Más Vilhjálmssonar, skólastjóra MS. Honum gefist þó færi á því að taka prófið þegar hann kemur aftur til landsins.

Þó svo að Már vilji gefa upp um árangur nemanna  á prófinu tjáði hann fréttamanni að þeir sem stóðust prófið hafi ekki fengið neina útskriftarathöfn en gátu nálgast prófskírteini sitt á skrifstofu skólans.

Þeim hafi því gefist færi á að sækja um háskólanám að námi sínu í skólanum loknu með öðrum samnemendum sínum.

Már segir að málinu ekki lokið. Í kjölfar mótmæla nemendanna við svindlásökununum hafi hann þurft að svara erindi frá ráðuneytinu sem Már gerði í liðnum mánuði. Ráðuneytið hafi þá sent honum annað erindi í kjölfarið sem hann vinni nú í að svara. Málið sé því í eðlilegu ferli.  

Már Vilhjálmsson, skólastjóri MSVÍSIR/ANTON
Fullyrða að ekkert svindl hafi átt sér stað

Hið meinta svindl nemenda fólst að sögn Más í því að gögn voru falin í orðabók sem þeim var heimilt að taka með sér í prófið. Var nemendum vikið úr prófinu, prófgögn gerð upptæk og nemendurnir sendir á fund skólastjóra. Þau fengu sjálfkrafa núll í prófinu.

Í kjölfarið var öllum nemendunum sent bréf þar sem þeim buðust tvær leiðir til þess að ljúka námi á þann hátt að ekkert stæði í vegi fyrir því að þau útskrifuðust og gætu hafið háskólanám í haust. 

Samkvæmt heimildum Vísis fullyrða nokkrir nemendurnir að engin brögð hafi verið í tafli. Til tíðinda heyrir að svo margir nemendur séu staðnir að svindli en Már skólastjóri sagði við Vísi á dögunum að ekki hafi komið upp svindl í útskriftarárgangi síðan árið 2002.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×