Fótbolti

Kom inná sem varamaður en var tekinn aftur útaf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar Örn í leik með Vålerenga þar sem hann spilaði áður en hann fór til Kína.
Viðar Örn í leik með Vålerenga þar sem hann spilaði áður en hann fór til Kína. vísir/getty
Viðar Örn Kjartansson spilaði í rúmlega 40 mínútur þegar Jiangsu Guoxin-Sainty tapaði 2-1 gegn Hangzhou Greentown á útivelli í kínversku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í morgun.

Fyrsta markið kom ekki fyrr en á 65. mínútu þegar Sergio Ariel Escudero kom gstunum í Jiangsu yfir, en Roda Antar jafnaði metin fyrir Hangzhou á 88. mínútu.

Sigurmarkið kom mínútu síðar, en þar var að verki Pengfei Xie, en með sigrinum skaust Hangzhou upp í níunda sæti deildarinnar. Jiangsu er í því sjötta.

Viðar Örn Kjartansson kom inná sem varamaður eftir fjörutíu mínútna leik, en var svo tekinn af velli á þeirri 83. mínútu. Athyglisvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×