Bragi sýknaður í meiðyrðamáli Mumma í Götusmiðjunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2015 16:47 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag sýknaður í Héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, höfðaði á hendur honum. Málið laut að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum.Bragi áður dæmdur fyrir sömu ummæliBragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í hinu endurupptekna meiðyrðamáli fyrr í sumar og nú liggja niðurstöður héraðsdóms fyrir. Niðurstaða dómsins er að ummæli Braga brytu ekki í bága við tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá og þau hafi ekki falið í sér óviðurkvæmileg ummæli sem skaðað hafi Guðmund Tý. Bragi var sýknaður af öllum kröfum Guðmundar, Mumma gert að greiða Braga 600 þúsund krónur í málskostnað og þá var ákveðið að gjafsóknarkostnaður Mumma skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Mummi hyggst vísa málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 „Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag sýknaður í Héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, höfðaði á hendur honum. Málið laut að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum.Bragi áður dæmdur fyrir sömu ummæliBragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í hinu endurupptekna meiðyrðamáli fyrr í sumar og nú liggja niðurstöður héraðsdóms fyrir. Niðurstaða dómsins er að ummæli Braga brytu ekki í bága við tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá og þau hafi ekki falið í sér óviðurkvæmileg ummæli sem skaðað hafi Guðmund Tý. Bragi var sýknaður af öllum kröfum Guðmundar, Mumma gert að greiða Braga 600 þúsund krónur í málskostnað og þá var ákveðið að gjafsóknarkostnaður Mumma skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Mummi hyggst vísa málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 „Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
„Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30
Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00
Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03