Launaseðlar hjúkrunarfræðinga: „Minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2015 14:18 Ingibjörg er í níutíu prósent vinnu. „Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015 Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
„Það má ekkert bregða út af og mistök geta orðið ansi dýrkeypt. Ég get ekki með nokkru móti skilið af hverju minn launaseðill endurspeglar á engan hátt þá miklu ábyrgð sem ég axla og þá 4 ára háskólamenntun sem ég hef lokið til þess að sinna minni vinnu.“ Þetta skrifaði Ingibjörg Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur á dagdeild blóð- og krabbameinslækninga, í Fréttablaðið í dag ásamt því að birta afrit af launaseðili sínum. Hún segir mikilvægt að menntun hjúkrunarfræðinga sé metin til launa, líkt og annarra háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna með sambærilega menntun.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingar farnir að segja uppElla Björg Rögnvaldsdóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir sextíu prósenta kvöldvinnu.mynd/ellaVerkfall hjúkrunarfræðinga hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur. Áhrif verkfallsins á íslenska heilbrigðisþjónustu eru mikil og deiluaðilar orðnir langeyðir eftir því að lausn fáist í málið. Viðræðum við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var slitið í gær, án árangurs. „Ef við viljum tryggja heilbrigðiskerfi til framtíðar er algjört grundvallaratriði að halda í mannauðinn. Án hans er spítali ekkert nema auð bygging. Íslendingar eiga vel menntaða hjúkrunarfræðinga sem eru eftirsóknarverðir í öllum heiminum,“ skrifar Ingibjörg. Fleiri hjúkrunarfræðingar hafa birt launaseðla sína opinberlega í dag. Þar á meðal Ella Björg Rögnvaldsdóttir, hjúkrunarfræðingur á hjartadeild Landspítalans. Útborguð laun hennar í júní voru 200.582 krónur fyrir 60 prósent vinnu á kvöldin. Grunnlaun hennar eru 311.920 krónur.Mikið er ég orðin þreytt á að heyra hina og þessa "spekinga" ræða mín eigin launamál, á förnum vegi, á kaffistofum,...Posted by Ella Björg Rögnvaldsdóttir on 10. júní 2015Erla Hlíf Kvaran er á sömu launum og Ella Björg. Hún segist ekki myndu geta náð endum saman væri hún einstæð móðir og þykir það miður að hafa þurft að horfa upp á samstarfsfélaga sína flytja úr landi í leit að eðlilegra og betra lífi.- Mér finnst sárt að hugsa til þess að menntun mín og ábyrgð í starfi er ekki metin til launa- Mér finnst sárt að...Posted by Erla Hlíf Kvaran on 10. júní 2015
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25 Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25 Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36 Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Mikið álag á bráðamóttöku: Hjartagáttin opnuð aftur í gærkvöldi Undanþága fékkst til að opna Hjartagáttina á ný. 11. júní 2015 12:25
Hjúkrunarfræðingar farnir að segja upp Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir þetta áhyggjuefni og óttast þau áhrif sem lagasetning á verkfall þeirra getur haft. 11. júní 2015 11:25
Fréttaskýring: Fátt virðist geta komið í veg fyrir lög á verkföll Viðræðum við BHM og hjúkrunarfræðinga lauk án árangurs í gær. Lagasetning virðist á næsta leiti. 11. júní 2015 10:36
Trúir á lýðréttindi þótt lagasetning beri á góma Kjaraviðræður ríkisins og Bandalags háskólamann eru í algjörum hnút. Formaður samninganefndar BHM segir viðræðurnar síðustu daga hafa verið undir hótunum um lagasetningu sem virðist nú yfirvofandi. 11. júní 2015 12:22