Nýtt myndband frá Fufanu: Hita upp fyrir Blur í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 1. júní 2015 22:00 Hér má sjá hljómsveitina eins og hún leggur sig. vísir „Myndbandið var skotið og klippt af þeim Jóni Atla og Skúla hjá Rec Studio, leikstjórnin var í höndum hljómsveitarinnar,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, meðlimur í hljómsveitinni Fufanu um nýtt tónlistarmyndband sem sveitin var að senda frá sér. Lagið heitir Will We Last. Framundan hjá Fufanu er hljómleikaferð til London sem stendur yfir frá 14.-21. júní. „Við ljúkum einmitt þeirri tónleikaferð með tónleikum í Hyde Park að hita upp fyrir bresku stórsveitina Blur. Í kjölfarið af tónleikaferðinni kemur fyrsta EP platan okkar út, en hún ber nafnið Adjust To The Light og inniheldur Will We Last auk þriggja annarra laga.“ Sjá einnig: Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Það er breska útgáfufyrirtækið One Little Indian sem gefur plötuna út, en Björk og Ásgeir Trausti eru meðal þeirra listamanna sem eru hjá One Little Indian.Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu.„Í haust mun svo breiðskífan okkar koma þar út, en hún ber nafnið Few More Days To Go.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið. Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Myndbandið var skotið og klippt af þeim Jóni Atla og Skúla hjá Rec Studio, leikstjórnin var í höndum hljómsveitarinnar,“ segir Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson, meðlimur í hljómsveitinni Fufanu um nýtt tónlistarmyndband sem sveitin var að senda frá sér. Lagið heitir Will We Last. Framundan hjá Fufanu er hljómleikaferð til London sem stendur yfir frá 14.-21. júní. „Við ljúkum einmitt þeirri tónleikaferð með tónleikum í Hyde Park að hita upp fyrir bresku stórsveitina Blur. Í kjölfarið af tónleikaferðinni kemur fyrsta EP platan okkar út, en hún ber nafnið Adjust To The Light og inniheldur Will We Last auk þriggja annarra laga.“ Sjá einnig: Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina Það er breska útgáfufyrirtækið One Little Indian sem gefur plötuna út, en Björk og Ásgeir Trausti eru meðal þeirra listamanna sem eru hjá One Little Indian.Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu.„Í haust mun svo breiðskífan okkar koma þar út, en hún ber nafnið Few More Days To Go.“ Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.
Tónlist Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira