Fótbolti

Kjartan Henry og Eiður Aron á skotskónum

Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason. vísir/daníel
Fjölmargir Íslendingar voru á ferðinni í Skandinavíuboltanum í kvöld.

Eiður Aron Sigurbjörnsson átti skrautlegt kvöld. Hann skoraði fyrir Örebro gegn Åtvidaberg á 14. mínútu en fór svo meiddur af velli á 35. mínútu. Markið hans dugði þó til sigurs, 2-1.

Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði síðustu 23 mínútur leiksins fyrir Örebro sem komst upp úr bontsæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sigrinum.

Arnór Ingvi Traustason var í liði Norrköping og Birkir Már Sævarsson í liði Hammarby er liðin mættust. Leikurinn fór 1-0 fyrir Norrköping sem er í fimmta sæti deildarinnar en Hammarby er í níunda.

Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni Fjóluson voru í liði Sundsvall sem tapaði, 3-1, gegn Gefle á útivelli og er í tólfta sæti.

Kjartan Henry Finnbogason var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Horsens og tryggði liðinu 1-1 jafntefli á útivelli gegn Fredericia. Horsens í fimmta sæti í dönsku B-deildinni.

Arna Sif Ásgrímsdóttir var svo á bekknum hjá Kopperbergs/Göteborg er það lagði Mallbacken, 0-1. Arna spilaði síðustu 12 mínútur leiksins. Liðið komst upp í þriðja sætið í sænsku úrvalsdeildinni með sigrinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×