Fótbolti

PSG endaði frönsku deildina á sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cavani fagnar með Lavezzi í kvöld.
Cavani fagnar með Lavezzi í kvöld. vísir/afp
PSG endaði frönsku úrvalsdeildina í knattspyrnu á 3-2 sigri á Reims, en lokaumferðir fór fram í kvöld. PSG hafði fyrir umferðina tryggt sér franska deildarmeistaratitilinn.

Edinson Cavani kom PSG yfir eftir hálftíma leik og Adrie Rabiot tvöfaldaði forystu PSG rétt fyrir hlé. Aissa Mandi minnkaði muninn fyrir Reims í upphafi síðari hálfleiks.

Cavani skoraði annað mark sitt og þriðja mark PSG á 84. mínútu, en Grejohn Kyie minkaði muninn mínútu fyrir leikslok fyrir Reims. Nær komust gestirnir keki og 24. sigur PSG á tímabilinu staðreynd.

PSG vann frönsku deildina því með átta stiga mun, en Lyon endaði í öðru sætinu. Reims endaði í því fimmtánda. PSG getur unnið fernuna, en þeir mæta Auxerre í úrslitaleik bikarsins næsta laugardag. Þeir hafa nú þegar unnið deildarbikarinn, unnið Súper-bikarinn og deildina.

Lyon fer einnig beint í Meistaradeildina, en Monaco fer í umspilið. Marseille og Saint Etienne fara í umspil um laust sæti í Evrópudeildinni, en Evian, Metz og Lens falla úr deild þeirra bestu. Troyes, Ajaccio og Angers koma í þeirra stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×