Sami strætóbílstjórinn sýndi Bjarna Ben reglulega „fokk-jú“ puttann Bjarki Ármannsson skrifar 16. maí 2015 17:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, þurfti á tímabili stuttu eftir síðustu þingkosningar að þola ítrekuð „fokk-jú“ merki frá sama strætisvagnsstjóranum fyrir utan Stjórnarráðið. Þetta kom fram í þættinum Bakaríið sem þeir Rúnar Freyr Gíslason og Logi Bergmann Eiðsson stýra en Bjarni var gestur þáttarins í morgun. Söguna sagði Bjarni í kjölfar þess að Logi spurði hversu oft í vikunni Bjarna hefði verið sýndur puttinn. „Það var einhver strætóbílstjóri sem kom alltaf á sama tíma og ég var að koma út úr Stjórnarráðinu eftir kosningar,“ sagði Bjarni. „Hann var að keyra tólfuna og hann hafði einhverja þörf fyrir að flauta og senda fingurinn. Einhver ljóshærður náungi með sítt hár. Ég sá hann svona þrisvar eftir ríkisstjórnarfundi, þá kom tólfan og þessi með fingurinn.“ Bjarni tók fram að þetta gerðist ekki oft. Þó hafi hann og konan hans bæði lent í því sama daginn nýverið að ókunnugt fólk sýndi þeim puttann úti á götu af óljósum ástæðum. Víða var komið við í Bakaríinu og nefndi Bjarni mafíumyndina The Godfather sem uppáhaldskvikmynd sína. „Ég get horft á hana aftur og aftur,“ sagði hann. „Stundum þegar menn eru að kvarta undan stöðunni í pólítikinni, hvað allt getur verið óvægið og ósanngjarnt og eitthvað ömurlegt, þá nota ég þessa setningu úr Godfather til að róa menn: „This is the business we have chosen.““ Í þættinum ræddi Bjarni jafnframt hvort hann kysi sturtu eða bað, nefndi Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sem skemmtilegasta þingmanninn og sagði frá heimska Yorkshire Terrier hundinum Sesar, sem mátti ekki sleppa út af heimili fjölskyldu Bjarna þegar hann var yngri, svo eitthvað sé nefnt. Hlusta má á innslagið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira