Gagnrýnendur fara ekki fögrum orðum um Austur: Áhorfendur „pyntaðir miskunnarlaust af áhorfinu“ Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2015 11:10 Björn Stefánsson, sem leikur fórnarlambið, og Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar Austur. Vísir/YouTube/Stefán Nú hafa helstu miðlar birt gagnrýni um kvikmyndina Austur sem hefur verið ansi umtöluð undanfarna daga. Myndin er sögð byggja á frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og þykir minna á Stokkseyrarmálið svokallaða. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður glæpamanns. Hann er síðar tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins þar sem ætlunin er að kúga úr honum fé og hann beittur miklu ofbeldi. Hann er síðar fluttur í hús austur fyrir fjall þar sem er ætlun glæpagengisins að losa sig við hann.„Hefði þolað lengri meðgöngu“ Kjartan Már Ómarsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gefur myndinni eina stjörnu og segir myndina stefnulausa kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika sé teflt fram á hispurslausan máta. „Það má jafnvel vera að Austur verði úrvals költmynd þegar fram líða stundir. Hugmyndavinnan á bak við hana er hins vegar tæp og fyrir bragðið er lokaafurðin líkari fljótfærnislegri framsetningu á hugarfóstri sem hefði þolað lengri meðgöngu,“ skrifar Kjartan.„Til hvers?“ Valur Gunnarsson, gagnrýnandi DV, gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu og spyr sig hvernig hægt sé að gera heila bíómynd um misþyrmingar í sumarbústað? „Kvikmyndatakan er öll afar hrá, svo stundum minnir nánast á heimavídeó, með afar löngum senum sem færa plottið ekki endilega áfram. Í sjálfu sér hentar þetta efniviðnum vel, og sem stílæfing er Austur ágæt. En, það er með myndina eins og málið sjálft, undrandi áhorfandi hlýtur fyrst og fremst að spyrja sig: Til hvers?,“ spyr Valur að endingu.Hugsanlega fyrir óforbetranlega fanga Hjördís Stefánsdóttir, gagnrýnandi Morgunblaðsins, gefur myndinni tvær stjörnur en segir ekki hægt að mæla með að nokkur sjái myndina. Hún segir hana gera út á svæsið blæti fyrir sönnum sakamálum og erfitt að sjá hver ætlaður markhópur hennar er. „Hugsanlega fengju óbetranlegir fangar á Litla-Hrauni, sem teknir hafa verið úr umferð til að hlífa samfélaginu við glæpum þeirra, einhverja hugarhægð úr áhorfinu en hægt er að fullyrða að öllum öðrum yrði haldið í gíslingu og þeir pyntaðir miskunnarlaust af áhorfinu líkt og fangar í Guantanamo-flóa.“Eins og „selfie“ sem er einhver annar er á En umsagnir um myndina hafa ekki einungis birst í helstu fjölmiðlum landsins. Til að mynda hefur tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Stormsker birt afar athyglisverða umsögn um kvikmyndina á bloggsíðu sinni. Sverrir fer ekki fögrum orðum um kvikmyndatökuna en hann segir að myndin hljóti að hafa verið tekin upp á farsíma sem ekki hafi boðið upp á að „súmma frá og taka víðari mynd. „Sumir leikaranna þvældust svolítið fyrir tökumanninum þannig að oft sást aðeins í hnakkann eða skallann á einhverjum kalli meðan aðalatriðið átti sér stað fyrir framan hann,“ skrifar Sverrir sem segir sum atriðinna hafa verið stórgóð, sérstaklega þau sem voru í fókus.Sverrir Stormsker sá kvikmyndina Austur. Vísir/Pjetur„Þessi bíómynd er soldið einsog selfi þar sem einhver allt annar er á myndinni en maður sjálfur. Maður sá og heyrði í rauninni mjög lítið af því sem átti að vera í myndinni og reynt var að koma því til skila, en þetta kom ekki að sök. Því minna sem maður sér í sumum bíómyndum því betra - því meira reynir á ímyndunaraflið.“Öskutunnuhljóð vandist Hann segir hljóðið engu að síður mjög gott, eða öllu heldur þau óhljóð sem hann heyrði og segir það eflaust skrifast á að hljóðnemar í farsímum í dag séu orðnir mjög góðir. „Kannski smá dolluhljóð, svona einsog myndin hafi verið tekin ofan í öskutunnu en það vandist. Eða þannig. Þó að maður hafi kannski ekki heyrt það sem leikararnir voru að muldra þá er það aukaatriði því þeir sögðu lítið sem ekkert út alla myndina, enda höfðu þeir ekkert handrit að styðjast við. En maður heyrði kvalaópin greinilega og þau sánduðu alveg hreint ljómandi vel: Æ-æ-æ, ó-ó-ó, úps.“Greinilega ekki í kjaftastuði Það er mat Sverris að ef leikurum liggur ekkert á hjarta á meðan á tökum stendur þá eigi þeir ekki að segja neitt. Ekki eigi að pína leikara til að tjá sig í kvikmynd ef þeir hafa ekkert að segja. „Þó það hafi reyndar verið gert í þessari mynd trekk í trekk,“ skrifar Sverrir og segir aðalleikarann, Björn Stefánsson, hafa verið píndan út alla myndina en hann samt sem áður ekki mælt orð af vörum. „Enda var hann greinilega ekki í neinu kjaftastuði og hafði þar að auki ekkert handrit til að lesa uppúr.Vissulega ofbeldismynd Hann segir það vera rétt sem sagt hefur verið um myndina að hún sé ekki fyrir viðkvæma og alls ekki fyrir þá sem eru lausir við ímyndunarafl. „En vissulega er þetta ofbeldismynd, margir áhorfendur kvöldust svo mikið undir henni að þeir hröðuðu sér út. Sem ég segi: Það er erfitt að framkalla svona verk. Kannski hafa þessir áhorfendur bara verið einhverjir smekklausir ólistrænir asnar sem kunnu ekki að meta nýjustu týpuna af Nokia snjallsímum. Veit það ekki.“Sjá einnig:Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“ Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira
Nú hafa helstu miðlar birt gagnrýni um kvikmyndina Austur sem hefur verið ansi umtöluð undanfarna daga. Myndin er sögð byggja á frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár og þykir minna á Stokkseyrarmálið svokallaða. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður glæpamanns. Hann er síðar tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins þar sem ætlunin er að kúga úr honum fé og hann beittur miklu ofbeldi. Hann er síðar fluttur í hús austur fyrir fjall þar sem er ætlun glæpagengisins að losa sig við hann.„Hefði þolað lengri meðgöngu“ Kjartan Már Ómarsson, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gefur myndinni eina stjörnu og segir myndina stefnulausa kvikmynd þar sem ofbeldi úr íslenskum veruleika sé teflt fram á hispurslausan máta. „Það má jafnvel vera að Austur verði úrvals költmynd þegar fram líða stundir. Hugmyndavinnan á bak við hana er hins vegar tæp og fyrir bragðið er lokaafurðin líkari fljótfærnislegri framsetningu á hugarfóstri sem hefði þolað lengri meðgöngu,“ skrifar Kjartan.„Til hvers?“ Valur Gunnarsson, gagnrýnandi DV, gefur myndinni tvær og hálfa stjörnu og spyr sig hvernig hægt sé að gera heila bíómynd um misþyrmingar í sumarbústað? „Kvikmyndatakan er öll afar hrá, svo stundum minnir nánast á heimavídeó, með afar löngum senum sem færa plottið ekki endilega áfram. Í sjálfu sér hentar þetta efniviðnum vel, og sem stílæfing er Austur ágæt. En, það er með myndina eins og málið sjálft, undrandi áhorfandi hlýtur fyrst og fremst að spyrja sig: Til hvers?,“ spyr Valur að endingu.Hugsanlega fyrir óforbetranlega fanga Hjördís Stefánsdóttir, gagnrýnandi Morgunblaðsins, gefur myndinni tvær stjörnur en segir ekki hægt að mæla með að nokkur sjái myndina. Hún segir hana gera út á svæsið blæti fyrir sönnum sakamálum og erfitt að sjá hver ætlaður markhópur hennar er. „Hugsanlega fengju óbetranlegir fangar á Litla-Hrauni, sem teknir hafa verið úr umferð til að hlífa samfélaginu við glæpum þeirra, einhverja hugarhægð úr áhorfinu en hægt er að fullyrða að öllum öðrum yrði haldið í gíslingu og þeir pyntaðir miskunnarlaust af áhorfinu líkt og fangar í Guantanamo-flóa.“Eins og „selfie“ sem er einhver annar er á En umsagnir um myndina hafa ekki einungis birst í helstu fjölmiðlum landsins. Til að mynda hefur tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn Sverrir Stormsker birt afar athyglisverða umsögn um kvikmyndina á bloggsíðu sinni. Sverrir fer ekki fögrum orðum um kvikmyndatökuna en hann segir að myndin hljóti að hafa verið tekin upp á farsíma sem ekki hafi boðið upp á að „súmma frá og taka víðari mynd. „Sumir leikaranna þvældust svolítið fyrir tökumanninum þannig að oft sást aðeins í hnakkann eða skallann á einhverjum kalli meðan aðalatriðið átti sér stað fyrir framan hann,“ skrifar Sverrir sem segir sum atriðinna hafa verið stórgóð, sérstaklega þau sem voru í fókus.Sverrir Stormsker sá kvikmyndina Austur. Vísir/Pjetur„Þessi bíómynd er soldið einsog selfi þar sem einhver allt annar er á myndinni en maður sjálfur. Maður sá og heyrði í rauninni mjög lítið af því sem átti að vera í myndinni og reynt var að koma því til skila, en þetta kom ekki að sök. Því minna sem maður sér í sumum bíómyndum því betra - því meira reynir á ímyndunaraflið.“Öskutunnuhljóð vandist Hann segir hljóðið engu að síður mjög gott, eða öllu heldur þau óhljóð sem hann heyrði og segir það eflaust skrifast á að hljóðnemar í farsímum í dag séu orðnir mjög góðir. „Kannski smá dolluhljóð, svona einsog myndin hafi verið tekin ofan í öskutunnu en það vandist. Eða þannig. Þó að maður hafi kannski ekki heyrt það sem leikararnir voru að muldra þá er það aukaatriði því þeir sögðu lítið sem ekkert út alla myndina, enda höfðu þeir ekkert handrit að styðjast við. En maður heyrði kvalaópin greinilega og þau sánduðu alveg hreint ljómandi vel: Æ-æ-æ, ó-ó-ó, úps.“Greinilega ekki í kjaftastuði Það er mat Sverris að ef leikurum liggur ekkert á hjarta á meðan á tökum stendur þá eigi þeir ekki að segja neitt. Ekki eigi að pína leikara til að tjá sig í kvikmynd ef þeir hafa ekkert að segja. „Þó það hafi reyndar verið gert í þessari mynd trekk í trekk,“ skrifar Sverrir og segir aðalleikarann, Björn Stefánsson, hafa verið píndan út alla myndina en hann samt sem áður ekki mælt orð af vörum. „Enda var hann greinilega ekki í neinu kjaftastuði og hafði þar að auki ekkert handrit til að lesa uppúr.Vissulega ofbeldismynd Hann segir það vera rétt sem sagt hefur verið um myndina að hún sé ekki fyrir viðkvæma og alls ekki fyrir þá sem eru lausir við ímyndunarafl. „En vissulega er þetta ofbeldismynd, margir áhorfendur kvöldust svo mikið undir henni að þeir hröðuðu sér út. Sem ég segi: Það er erfitt að framkalla svona verk. Kannski hafa þessir áhorfendur bara verið einhverjir smekklausir ólistrænir asnar sem kunnu ekki að meta nýjustu týpuna af Nokia snjallsímum. Veit það ekki.“Sjá einnig:Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“
Mest lesið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Fleiri fréttir Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Sjá meira