Hópur boðsgesta gekk út af forsýningu Austurs: „Þetta var of mikið fyrir suma held ég“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. apríl 2015 23:00 Jón Atli Jónasson, leikstjóri Austur, segir myndina ekki fyrir viðkvæma: „Svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki.“ Vísir/Stefán/Vilhelm Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun. Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Heldur einkennileg stemning myndaðist á forsýningu kvikmyndarinnar Austur í Háskólabíói í kvöld þar sem nokkrir boðsgesta gengu út af sýningunni. Myndin segir frá ungum manni sem á einnar nætur gaman með fyrrverandi unnustu og barnsmóður ofbeldisfulls glæpamanns sem er í mikilli neyslu. Hann er tekinn gíslingu af gengi glæpamannsins með það fyrir augum að kúga út úr honum fé. Þegar þau áform verða að engu þá skapast atburðarás þar sem líf unga mannsins er í stórhættu. Myndin er sögð stranglega bönnuð börnum og alls ekki fyrir viðkvæma en það heyrir til tíðinda að hópur boðsgesta gangi út af forsýningu íslenskrar kvikmyndar. Jón Atli Jónasson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, segir áhorfendum hafa verið brugðið.Að neðan má sjá stiklu úr myndinni.„Ekki fyrir viðkvæma“ „Þetta var of mikið fyrir suma held ég. Mér skildist á þeim sem voru þarna frammi að þetta hefði verið of erfitt stundum. Ég er alveg vanur því, ég hef gert leiksýningar sem eru mjög erfiðar að horfa á og sumir höndla það ekki og fara og maður ber alveg virðingu fyrir því. Og svo fóru kannski einhverjir af því þeir fíluðu þetta ekki. En það var svona general stemningin af því sem ég heyrði, þetta er ekki fyrir viðkvæma,“ segir Jón Atli. Hann segist vera sáttur við útkomuna. „Ég er mjög sáttur við það sem við gerðum. Við fórum og gerðum myndina sem við ætluðum að gera, það var verkefnið.“Fjölmargir nafntogaðir karlar og konur voru mætt í Háskólabíó í kvöld. Rithöfundurinn Andri Snær Magnason var á meðal þeirra. Frumsýning Austur eftir Jón Atla Jónasson. A photo posted by Andri Magnason (@andrimagnason) on Apr 15, 2015 at 1:10pm PDT Líkindi með Stokkseyrarmálinu Líkt og Vísir sagði frá fyrr í vikunni þykir umfjöllunarefni myndarinnar líkjast Stokkseyrarmálinu svokallaða.Sjá einnig:Mikil líkindi með Stokkseyrarmálinu og nýrri íslenskri glæpamynd Jón Atli sagði í samtali við Vísi við það tilefni myndina ekki eingöngu byggða á Stokkseyrarmálinu heldur sé hún innblásin af nokkrum frelsissviptingarmálum sem hafa átt sér stað á Íslandi undanfarin ár. „Það hafa komið upp nokkur svona mál og í raun eru þau svona kveikjan að þessu. Við erum ekki að gera mynd um þetta eina sérstaka mál. Auðvitað er margt líkt með því. Þegar um svona mál er að ræða þá fylgir það ákveðnum forsendum og ég er ekkert að segja það af því ég er hræddur við að segja eitthvað annað, ég er bara að segja um hvað myndin er.“ Myndin fer í almenna sýningu á morgun.
Mest lesið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Tekur yfir borgina á nýársdag Menning Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Fleiri fréttir Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein