Endurheimtir Cro Cop sál sína í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 11. apríl 2015 12:45 Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira
Í kvöld fer fram UFC bardagakvöld í Póllandi þar sem tveir gamlir jaxlar mætast. Í aðalbardaga kvöldsins mætast ellismellirnir Gabriel Gonzaga og Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic. Þetta er í annað sinn sem kapparnir mætast en fyrri bardaginn flokkast með óvæntustu úrslitum allra tíma í MMA. Cro Cop var á sínum tíma einn ógnvænlegasti þungavigtarmaður heims. Hann átti sín bestu ár í japönsku bardagasamtökunum Pride en aðalsmerki hans var eitrað sparkbox. „Right kick hospital, left kick cemetery“ voru einkennisorð hans en Cro Cop átti ófáa sigra með rothöggi eftir hausspörk. Þegar hann fór svo yfir til UFC var miklu búist við af honum. Sigur á Gabriel Gonzaga átti að tryggja honum titilbardaga og átti sigurinn að vera einfaldlega formsatriði fyrir Króatann. Gabriel Gonzaga er margfaldur heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu og hefur aldrei verið þekktur fyrir mikla hæfni í sparkboxinu. Það var því íronískt þegar Gonzaga rotaði Cro Cop eftir hausspark. Áhorfendur voru agndofa og eru þetta einhver óvæntustu úrslit í sögu MMA. Cro Cop náði aldrei sömu hæðum í UFC og hann gerði í Pride og halda því margir fram að Gonzaga hafi stolið sál Cro Cop með þessu sparki. Fyrri bardaginn fór fram fyrir átta árum síðan og eru kapparnir komnir vel á aldur í dag. Gonzaga er 35 ára á meðan Cro Cop er fertugur. Cro Cop hefur nú tækifæri til að endurheimta sál sína og um leið hefnt fyrir eitt eftirminnilegasta tap ferilsins. Bardagakvöldið hefst kl 19 á Stöð 2 Sport 3 en fjórir bardagar eru á dagskrá. Þungavigt: Mirko ‘Cro Cop’ Filipovic gegn Gabriel Gonzaga Léttþungavigt: Jimi Manuwa gegn Jan Błachowicz Veltivigt: Pawel Pawlak gegn Sheldon Westcott Strávigt kvenna: Joanne Calderwood gegn Maryna Moroz
MMA Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Sjá meira