Innlent

Nafn mannsins sem lést

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maðurinn sem lést þegar fólksbifreið lenti út af Biskupstungnabraut skammt frá Alviðru í fyrrakvöld hét Alexandru Bejinariu, 23 ára Rúmeni. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Hann var til heimilis í Hveragerði þar sem hann var við störf ásamt unnustu sinni sem einnig var í bifreiðinni.  

Rannsókn hefur leitt í ljós að hann var farþegi í farangursrými bifreiðarinnar sem er skutbíll, kastaðist út úr henni enda ekki í öryggisbelti og stöðvaðist bifreiðin ofan á honum.

Samferðamenn hans og aðrir vegfarendur hjálpuðust að við að ná honum undan bílnum og var hann í framhaldi af því fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann lést.


Tengdar fréttir

Hinn látni var frá Rúmeníu

Maðurinn sem lét lífið í bílslysi á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi var Rúmeni á þrítugsaldri.

Banaslys á Biskupstungnabraut

Karlmaður lést þegar bíll með sex manns valt út af Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli austanverðu um klukkan hálf níu í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×