Innlent

Hinn látni var frá Rúmeníu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slysið varð á Biskupstungnabraut í gærkvöldi.
Slysið varð á Biskupstungnabraut í gærkvöldi. Mynd/Loftmyndir.is
Maðurinn sem lét lífið í bílslysi á Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli í gærkvöldi var Rúmeni á þrítugsaldri. Hann var farþegi í bifreið sem ekið var í norður Biskupsbraut um klukkan hálf níu í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Suðurlandi virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bifreiðinni, hún farið útaf veginum austan megin og oltið nokkrum sinnum.

Tveir farþeganna köstuðust út úr bifreiðinni og var sá er lést annar þeirra. Hinn farþeginn sem kastaðist út var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík og er nokkuð slasaður en meiðsl annarra eru minniháttar. Fólkið er frá Rúmeníu, Tékklandi og Íslandi.

Unnið er að rannsókn slyssins, skýrslutökum af ökumanni og farþegum auk rannsóknar á ökutækinu sjálfu.

Rúmenskur karlmaður á þrítugsaldri er látinn eftir umferðarslys á Biskupstungabraut í gær. Hann var farþegi í bifreið...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Friday, April 10, 2015

Tengdar fréttir

Banaslys á Biskupstungnabraut

Karlmaður lést þegar bíll með sex manns valt út af Biskupstungnabraut undir Ingólfsfjalli austanverðu um klukkan hálf níu í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×