Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Linda Blöndal skrifar 16. apríl 2015 20:00 Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn. Loftslagsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn.
Loftslagsmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira