Tengsl á milli svifryks og ótímabærra andláta Linda Blöndal skrifar 16. apríl 2015 20:00 Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn. Loftslagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Þorsteinn Jóhannsson, séfræðingur í loftmengun segir svifryk í Reykjavík hafa breyst mikið undanfarin ár og sót sé nú stærsti hluti þess. Díselknúnir bílar eru mun fleiri en áður og menga mest. Meira sót í svifrykinuMálþing um staðbundin loftgæði í Reykjavík var haldið í dag af Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar Þar kom þar fram að mun meira sót er núna hlutfallslega í svifryksmengun þótt mengunin hafi almennt dregist saman undanfarna áratugi í nærumhverfi borgarbúa. Samsetning svifryks er nú önnur en áður. Meira en helmingur ryksins var af malbiki árið 2003. Hlutfallið var komið niður undir tuttugu prósent árið 2013. Sót vegna útblásturs hefur aftur á móti aukist og er orðið þriðjungur mengunarinnar. Bremsuborðaryk er þá meira eða 13 prósent af menguninni árið 2013 í stað tveggja prósenta árið 2003. Meira af mengunarefnum frá díselbílum„Sótið er þá útblástur frá bílum eingöngu og það er heldur meira sót sem fylgir í díselbílum, þannig þeir eru hugsanlega að leggja meira til mengunarinnar af sóti", sagði Þorsteinn í fréttum Stöðvar tvö í kvöld. Aðspurður hvort það skipti þá máli að fleiri eru á díselbílum en áður segir Þorsteinn að það sé hugsanlegt en það vanti betri upplýsingar. „Díselbílar eru umhverfisvænni að því leyti að þeir losa minna af gróðurhúsalofttegundum en þeir losa meira af öðrum mengunarefnum eins og sóti og nítródíoxíð. Það eru efni sem hafa meiri áhrif á loftgæði í nærumhverfi manna. Þeir eru að losa fimm til tíu sinnum meira en bensínbílar. Þeir losa um tuttugu prósent minna af gróðurhúsalofttegundum". Mengun minnkar nema frá HellisheiðarvirkjunHelstu mengunarefnin sem fara yfir heilsuverndarmörk auk svifryksins eru Nituroxíð vegna díselbrennslu og brennisteinsvetni frá jarðvarmavirkjunum og svo nýlega aska vegna Holuhrauns. Öll loftmengunarefni í nærumhverfinu eru þó að minnka nema brennisteinsvetni frá Hellisheiðavirkjun, segir Þorsteinn Magn svifryks er svipað hér og í mörgum milljónaborgum og svifryksmengun. Almennt er svifryk á Íslandi grófgerðara og frekar úr óvirkum efnum heldur en á meginlandi Evrópu. Meira jarðvegsryk á Íslandi en annars staðar í álfunni. Tengsl svifryks og ótímabærra andlátaSýnt hefur verið fram á tengsl svifryksmengunar og dánartíðni. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif loftmengunar á heilsu. Áhrifin teljast ekki mikil en marktæk, s.s. tengsl við hjarta og astmalyfjanotkun. Hér á landi er talið að ótímabær dauðsföll vegna PM2,5 svifryks, hafi verið á bilinu 35-72 árið 2011. Ísland kemur þó best út hvað þetta varðar.Mikil aukning fólksbíla með dísilvélMengun í Reykjavík er aðallega frá bílaumferð og mun fleiri eru á díselbílum. Hlutfall fólksbíla með dísilvel var 5,5 prósent ári 1995 en í fyrra var hlutfallið 24 prósent.Bera saman epli og appelsínurKoldíoxíð sem berst frá bensínknúunum bílum eykur gróðurhúsaloftegundir almennt í veröldinni, hin staðbundna mengun svifryksins er hins vegar sú sem ógnar heilsu manna og sú sem orsakast af díselnotkun að mörgu leyti. Þorsteinn segir þó að samanburður á bensín og díselmengun sé eins og að bera saman epli og appelsínur. „Svo skiptir notkun á bílnum máli, stórir flutningabílar sem aka út á land með þungan varning eru örugglega í betri málum með díselbíla en bílar sem eru mikið innanbæjar. En það er margt sem mælir með því að hafa bara bensín eða aðra orkugjafa", segir Þorsteinn.
Loftslagsmál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira