Vill byggja tveggja liða leikvang í Los Angeles Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2015 18:15 Kroenke með Jeff Fisher, þjálfara Rams. Vísir/Getty Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna. NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Stan Kroenke, eigandi St. Louis Rams, hefur í hyggju að byggja nýjan íþróttaleikvang í Los Angeles sem myndi nýtast tveimur liðum. Þetta fullyrðir dagblaðið LA Times í dag en samkvæmt frétt blaðsins hefur Stan Kroenke, eigandi Rams, hannað leikvang sem er með tvo búningsklefa fyrir heimalið, tvö sett af skrifstofum og tvær eigendasvítur. Kroenke hefur fjármagnið til að byggja leikvanginn án þess að fara í samstarf við annað lið en NFL-deildin lítur svo á að Los Angeles, sem hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994, sé nægilega stór markaður til að þjóna tveimur liðum. Það er þó skoðun margra að stutt sé í að Los Angeles eignist NFL-lið á nýjan leik en eigendur grannliðanna San Diego Chargers og Oakland Raiders eru sagðir vilja reisa leikvang í borginni sem liðin myndu deila. 75 prósent liðanna í NFL-deildinni þurfa að vera samþykk flutningi liðs á milli borga en eigendur liðanna koma saman í Phoenix í dag. „Ég held að það verði eitt eða tvö lið í Los Angeles á næsta ári,“ sagði John Mara, eigandi New York Giants, en vildi þó ekki tilgreina hvaða félög það væru. Kosning um flutning félags á milli borga færi þó ekki fram fyrr en í fyrsta lagi í haust, þegar nýtt keppnistímabil hefst í deildinni. Kroenke, sem á einnig stóran hlut í enska úrvalsdeilarfélaginu Arsenal, á arkitektarskrifstofu sem hannaði leikvanga fyrir bæði Dallas Cowboys og Indianapolis Colts. Talið er að nýi leikvangurinn myndi kosta 1,86 milljarða Bandaríkjadala - jafnvirði um 255 milljarða íslenskra króna.
NFL Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira