Fótbolti

Enginn bjór fyrir rasista

Glasamotturnar góðu.
Glasamotturnar góðu.
Stuðningsmenn Dortmund hafa tekið höndum saman í baráttunni gegn rasistum.

Það er búið að prenta út eina milljón af glasamottum sem hefur verið dreift á bari og skemmtistaði í borginni.

Á mottunni stendur einfaldlega: „Enginn bjór fyrir rasista." Á heimasíðu þeirra stendur síðan að Borussia-bjór og nasistar fari ekki vel saman.

Ástæðan fyrir þessu átaki er sú að hreyfing nýnasista er að koma upp í borginni og vill félagið og stuðningsmenn þess taka þátt í að útrýma þeim hugsunarhætti.

Nú geta bjórdrykkjumenn í borginni íhugað hvort hegðun þeirra sé í lagi í hvert skipti sem þeir panta einn ískaldan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×