Fótbolti

Eiður Smári spilaði ekki og Bolton tapaði á marki í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Bolton töpuðu í kvöld 1-0 á útivelli á móti Blackburn Rovers í ensku b-deildinni í fótbolta.

Það gengur því ekkert hjá Bolton-liðinu að ná í stig á útivelli en liðið var afar nálægt því á Ewood Park í kvöld.

Jordan Rhodes tryggði Blackburn öll þrjú stigin með því að skora sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Eiður Smári sat allan leikinn á varamannabekknum en Emile Heskey byrjaði í framlínunni og spilaði fyrstu 73 mínúturnar.

Bolton var búið að ná í fjögur stig út úr síðustu tveimur leikjum en þeir voru báðir á heimavelli. Þetta var hinsvegar sjötta tap Bolton-liðsins í röð á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×