Fótbolti

Messi sá um Eibar | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. vísir/getty
Lionel Messi afgreiddi Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri.

Barcelona hefur verið að leika vel og unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum. Þeir héldu uppteknum hætti í kvöld og náðu með sigrinum fjögurra stiga forystu.

Messi skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu á 31. mínútu og hann bætti við einu öðru marki á 55. mínútu.

Barcelona er með 65 stig á toppnum, en Real Madrid er í öðru sæti með 61. Real á þó leik til góða gegn Levante á morgun.

Mörkin má sjá hér að neðan.

1-0: 2-0:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×