Fótbolti

Aron markalaus á 90 mínútum í tapleik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Jóhannsson í leiknum í kvöld.
Aron Jóhannsson í leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson og félagar í AZ Alkmaar töpuðu 3-1 á útivelli á móti Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Aron spilaði allan leikinn í framlínu AZ Alkmaar en tókst ekki að skora. Steven Berghuis skoraði mark liðsins strax á áttundu mínútu leiksins.

Bertrand Traoré kom Vitesse í 1-0 á 7. mínútu, Berghuis jafnaði á 8. mínútu en Marko Vejinović kom Vitesse aftur yfir úr vítaspyrnu á 73. mínútu. Valeri Kazaishvili innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma.

AZ Alkmaar hefur þar með tapað tveimur leikjum í röð og fengið á sig níu mörk í þeim. Liðið tapaði 6-2 fyrir Utrecht í leiknum á undan. Báðir mótherjarnir voru fyrir neðan AZ í töflunni.

AZ Alkmaar er í 4. sæti deildarinnar en Feyenoord (3. sæti) getur náð fjögurra stiga forskoti á AZ með sigri í sínum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×