Fótbolti

Kristján Gauti skoraði í fyrsta leik eftir þrálát meiðsli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Gauti í leik með FH.
Kristján Gauti í leik með FH. Vísir/Daníel
Kristján Gauti Emilsson skoraði síðara mark NEC Nijmegen í 2-0 sigri á Telstar í hollensku B-deildinni í fótbolta í gærkvöldi. Nijmegen er á toppi deildarinnar.

Hafnfirðingurinn hefur verið afar lengi frá vegna meiðsla eða síðan í október, en hann gekk í raðir Nijmegen frá FH síðasta sumar.

Kristján Gauti kom inná sem varamaður á 67. mínútu, en þetta var einungis sjöundi leikur hans fyrir félagið. Pilturinn gerði sér lítið fyrir og skoraði í uppbótartíma og tryggði Nijmegen 2-0 sigur.

Nijmgen er á toppi deildarninar, en þeir eru með 77 stig. FC Eindhoven er í öðru sætinu með 59 og því Nijmegen komið með annan fótinn upp í efstu deild.

Kristján var í viðtali við opinbera stöð hollenska liðsins á Youtube í gærkvöldi og má sjá viðtalið við hann hér að neðan. Hann segir þar meðal annars að þetta hafi verið hans erfiðasti tími á ferlinum, en hann voni að hann sé á bak og burt.

Fótbolti.net greindi fyrst frá málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×