Fótbolti

Birkir hetja Pescara gegn toppliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir var hetja Pescara.
Birkir var hetja Pescara. Vísir/Vilhelm
Birkir Bjarnason var hetja Pescara gegn toppliði Carpi á útivelli í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu. Með sigrinum skaust Pescara upp í sjöunda sætið. Lokatölur 2-1 sigur Pescara.

Marco Sansovini kom Pescara yfir eftir sjö mínútur af síðari hálfleik og tíu mínútum síðar tvöfaldaði Birkir forystuna.

Alessio Sabbione náði að klóra í bakkann fyrir topplið Carpi, en nær komust þeir ekk iog 2-1 sigur Pescara staðreynd.

Sigurinn var mikilvægur fyrir Pescara. Þeir eru í sjöunda sætinu í mikilli baráttu um að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti í Seríu A. Carpi er á toppnum með átta stiga forystu á Bologna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×