Framleiðslustjóri SagaFilm: „Sálfræðingar höfnuðu öllu samstarfi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2015 13:00 "Ásakanir um að The Biggest Loser sé snákaolíusölumennska eru afar ósmekklegar,“ segir Þórhallur. vísir/gva og mynd/youtube „Hvers vegna í ósköpunum má ekki sýna alls konar líkama í sjónvarpi?“ spyr Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri SagaFilm, en fyrirtækið sér um framleiðslu á þáttunum The Biggest Loser Ísland. Þórhallur segir að þátttakendur The Biggest Loser sé tólf til fjórtán manna hópur sem glímt hafi við ofþyngd í einhvern tíma og fær tækifæri til að lifa á heilsuhóteli um stund. Þar æfi það undir handleiðslu þrautreyndra þjálfara og stundi að auki jóga, útivist, fari í göngutúra auk þess að fá ráðgjöf um næringu, fjármál, meðvirkni, hollustu og heilbriði. „Það er enginn neyddur í neitt. Það mega allir fara heim þegar þeir vilja og þau mega segja nei. Þátttakendur bera ábyrgð á sér sjálfir og það er best að spyrja þá sjálfa hvernig þeim leið. Ég reikna með að þau svari því þannig að þetta hafi verið hrikalega erfitt í byrjun en hafi síðan orðið auðveldara og líðan þeirra betri.“Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri sjónvarpssviðs SagaFilmvísir/gvaSálfræðingar höfnuðu samstarfi „Þegar fyrsta þáttaröðin fór af stað fordæmdu sálfræðingar þáttinn án þess að kynna sér af eigin raun hvaða starf er unnið á Ásbrú. Þrátt fyrir það þá buðum við sálfræðingum nú að vera viðstödd og rannsaka þátttakendur svo þeir gætu séð þetta með eigin augum í stað þess að vísa í erlendar rannsóknir. Þeir sálfræðingar sem við ræddum við höfnuðu tilboði okkar.“ Þórhallur var meðal áhorfenda á málþingi sem sálfræðinemar við HR héldu um þáttinn. Hann segir að tveimur frummælendanna hafi verið tíðrætt um erlendar rannsóknir án þess að vísa nokkuð í hvar þær rannsóknir voru gerðar, hvenær þær voru gerðar eða af hverjum þær voru framkvæmdar.Sífellt vísað í huldurannsóknir „Það voru 1.300 einstaklingar sem sóttu um þátttöku í fyrstu þáttaröðinni og aðeins örlítið brot þeirra komst að. Við þiggjum alla þá aðstoð sem okkur býðst við að hjálpa því fólki sem kemur til okkar en það er erfitt þegar vilji til samstarfs er lítill,“ segir Þórhalldur. Á málþinginu kom fram gagnrýni á þáttinn. Meðal annars að aðstandendur hans hefðu ekkert í hendi nema dæmisögur fyrri þátttakenda og einhverjir líktu þeim við snákaolíusölumenn. Einnig hafi því verið haldið fram að stærstur hluti þeirra sem léttist myndi alltaf fara í sama farið aftur. „Alltaf var talað um einhverjar rannsóknir en aldrei fjallað meir um hvernig þær litu út. Ég verð að segja að mér finnast þetta afar undarlegar fullyrðingar og ekki hvetjandi fyrir þá sem glíma við heilsufarsvandamál. Að við framleiðendurnir sem og Gurrý og Evert séum snákaolíusölumenn var í besta falli ósmekkleg samlíking hjá þeim sálfræðingi sem gaf það í skyn.“Þjálfarar ásamt keppendummynd/sigurjón ragnarÞátttakendurnir eru orðnir að fyrirmyndum okkar „Við eigum núna dæmisögur af fólki sem fór í gegnum fyrstu þáttaröðina og einnig þeim sem eru núna að klára þáttaröð tvö. Þetta fólk getur sagt okkur frá þeim áhrifum sem það hafði á líf þeirra að taka þátt í þessu ferli. Eða eru þau ekki marktæk?“ Þórhallur segir það afar sérstakt að heyra sálfræðinga tala um offeita sem hóp andlega veikra einstaklinga sem séu ekki færir um að taka ákvarðanir um sín eigin mál og sinn eigin líkama. „Af okkar kynnum við þátttakendur The Biggest Loser er hér um að ræða skynsamar manneskjur sem vilja breyta lífi sínu til hins betra. Þau stefni ekki endilega að því að vera að grönn heldur heilbrigð. Þau vilja hafa heilsu til þess að vera með börnunum sínum, stunda nám eða vinnu og njóta tómstunda.“ Eðlilega sé bakgrunnur og aðstæður þeirra ekki eins. Hinsvegar myndist milli þeirra bæði vinátta og samkennd og þau fá stuðning hvert frá öðru við að ná heilsu. Þórhallur segir það mikilvægt upp á framhaldið að gera. „Í raun eru þátttakendur orðnir að fyrirmyndum okkar sem komum að þættinum því hugarfar þeirra er aðdáunarvert,“ segir Þórhallur.Jónas Pálmar á vigtinni í fyrstu þáttaröðinni.Hafði fordóma áður en framleiðslan hófst Áður en SagaFilm hóf framleiðslu á The Biggest Loser segir Þórhallur að hann hafi haft fordóma gagnvart bandarísku þáttunum. Þeir fordómar hafi hins vegar horfið sem dögg fyrir sólu fyrir lifandis löngu. „Ég fylgdist með keppendum og þeim stakkaskiptum sem þeir tóku á meðan dvöl þeirra stóð og það eitt nægði mér.“ Hann segir að fordómar fræðifólksins á málþinginu hafi komið sér á óvart þar sem fyrir fram hafði hann búist við því að þeir ættu að vera nokkuð fordómalausir. „Ég trúi því ekki, og hreinlega vona, að það sem sagt var á málþinginu endurspegli ekki sjónarmið allra sálfræðinga landsins.“Ásakanir um hlutgervingu helber þvættingur „Þetta er svo fjarri sannleikanum,“ segir Þórhallur aðspurður um hvort þættirnir reyni að hlutgera þátttakendur með fyrirkomulagi vigtunarinnar með því að hafa þá fáklædda við þá iðju. „Skýringin fyrir þessu er afar einföld. Þátttakendurnir hafa lengi lagt sig fram við það að fela líkama sinn fyrir öðrum og segjast skammast sín fyrir hann. Áhrifin af þessu er að fólk byrjar fyrr að taka líkama sinn í sátt og hættir að fela hann.“ Þórhallur bendir á að við vigtun séu keppendur klæddir í fatnað sem er viðurkenndur í sundi og í líkamsræktarstöðvum og ef þetta sjokkeri einhverja áhorfendur þá þurfi þeir einfaldlega að skoða hvers lags fordómum þeir séu haldnir. „Af hverju í ósköpunum mega þau ekki koma fram eins og aðrir? Af hverju má eingöngu grannt fólk sjást hálfnakið í sjónvarpi? Af hverju ættu þau að bíða með að sýna sig í stað þess að sýna sig strax eins og þau eru? Hvers vegna ætti einhver að bíða með að sýna sig þangað til að hann passar inn í einhverja fyrirfram mótaða staðalímynd?“ spyr Þórhallur. „Við tökum einfaldlega ekki þátt í því að útskúfa ákveðinn hluta fólks frá sjónvarpi. Það má einfaldlega sýna allar týpur af fólki og við skulum ekki gleyma því að þátttakendur í The Biggest Loser eru orðnir fyrirmyndir marga fyrir hugrekki sitt og vilja til að bæta heilsu sína.“ Tengdar fréttir Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18 Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Sjá meira
„Hvers vegna í ósköpunum má ekki sýna alls konar líkama í sjónvarpi?“ spyr Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri SagaFilm, en fyrirtækið sér um framleiðslu á þáttunum The Biggest Loser Ísland. Þórhallur segir að þátttakendur The Biggest Loser sé tólf til fjórtán manna hópur sem glímt hafi við ofþyngd í einhvern tíma og fær tækifæri til að lifa á heilsuhóteli um stund. Þar æfi það undir handleiðslu þrautreyndra þjálfara og stundi að auki jóga, útivist, fari í göngutúra auk þess að fá ráðgjöf um næringu, fjármál, meðvirkni, hollustu og heilbriði. „Það er enginn neyddur í neitt. Það mega allir fara heim þegar þeir vilja og þau mega segja nei. Þátttakendur bera ábyrgð á sér sjálfir og það er best að spyrja þá sjálfa hvernig þeim leið. Ég reikna með að þau svari því þannig að þetta hafi verið hrikalega erfitt í byrjun en hafi síðan orðið auðveldara og líðan þeirra betri.“Þórhallur Gunnarsson, framleiðslustjóri sjónvarpssviðs SagaFilmvísir/gvaSálfræðingar höfnuðu samstarfi „Þegar fyrsta þáttaröðin fór af stað fordæmdu sálfræðingar þáttinn án þess að kynna sér af eigin raun hvaða starf er unnið á Ásbrú. Þrátt fyrir það þá buðum við sálfræðingum nú að vera viðstödd og rannsaka þátttakendur svo þeir gætu séð þetta með eigin augum í stað þess að vísa í erlendar rannsóknir. Þeir sálfræðingar sem við ræddum við höfnuðu tilboði okkar.“ Þórhallur var meðal áhorfenda á málþingi sem sálfræðinemar við HR héldu um þáttinn. Hann segir að tveimur frummælendanna hafi verið tíðrætt um erlendar rannsóknir án þess að vísa nokkuð í hvar þær rannsóknir voru gerðar, hvenær þær voru gerðar eða af hverjum þær voru framkvæmdar.Sífellt vísað í huldurannsóknir „Það voru 1.300 einstaklingar sem sóttu um þátttöku í fyrstu þáttaröðinni og aðeins örlítið brot þeirra komst að. Við þiggjum alla þá aðstoð sem okkur býðst við að hjálpa því fólki sem kemur til okkar en það er erfitt þegar vilji til samstarfs er lítill,“ segir Þórhalldur. Á málþinginu kom fram gagnrýni á þáttinn. Meðal annars að aðstandendur hans hefðu ekkert í hendi nema dæmisögur fyrri þátttakenda og einhverjir líktu þeim við snákaolíusölumenn. Einnig hafi því verið haldið fram að stærstur hluti þeirra sem léttist myndi alltaf fara í sama farið aftur. „Alltaf var talað um einhverjar rannsóknir en aldrei fjallað meir um hvernig þær litu út. Ég verð að segja að mér finnast þetta afar undarlegar fullyrðingar og ekki hvetjandi fyrir þá sem glíma við heilsufarsvandamál. Að við framleiðendurnir sem og Gurrý og Evert séum snákaolíusölumenn var í besta falli ósmekkleg samlíking hjá þeim sálfræðingi sem gaf það í skyn.“Þjálfarar ásamt keppendummynd/sigurjón ragnarÞátttakendurnir eru orðnir að fyrirmyndum okkar „Við eigum núna dæmisögur af fólki sem fór í gegnum fyrstu þáttaröðina og einnig þeim sem eru núna að klára þáttaröð tvö. Þetta fólk getur sagt okkur frá þeim áhrifum sem það hafði á líf þeirra að taka þátt í þessu ferli. Eða eru þau ekki marktæk?“ Þórhallur segir það afar sérstakt að heyra sálfræðinga tala um offeita sem hóp andlega veikra einstaklinga sem séu ekki færir um að taka ákvarðanir um sín eigin mál og sinn eigin líkama. „Af okkar kynnum við þátttakendur The Biggest Loser er hér um að ræða skynsamar manneskjur sem vilja breyta lífi sínu til hins betra. Þau stefni ekki endilega að því að vera að grönn heldur heilbrigð. Þau vilja hafa heilsu til þess að vera með börnunum sínum, stunda nám eða vinnu og njóta tómstunda.“ Eðlilega sé bakgrunnur og aðstæður þeirra ekki eins. Hinsvegar myndist milli þeirra bæði vinátta og samkennd og þau fá stuðning hvert frá öðru við að ná heilsu. Þórhallur segir það mikilvægt upp á framhaldið að gera. „Í raun eru þátttakendur orðnir að fyrirmyndum okkar sem komum að þættinum því hugarfar þeirra er aðdáunarvert,“ segir Þórhallur.Jónas Pálmar á vigtinni í fyrstu þáttaröðinni.Hafði fordóma áður en framleiðslan hófst Áður en SagaFilm hóf framleiðslu á The Biggest Loser segir Þórhallur að hann hafi haft fordóma gagnvart bandarísku þáttunum. Þeir fordómar hafi hins vegar horfið sem dögg fyrir sólu fyrir lifandis löngu. „Ég fylgdist með keppendum og þeim stakkaskiptum sem þeir tóku á meðan dvöl þeirra stóð og það eitt nægði mér.“ Hann segir að fordómar fræðifólksins á málþinginu hafi komið sér á óvart þar sem fyrir fram hafði hann búist við því að þeir ættu að vera nokkuð fordómalausir. „Ég trúi því ekki, og hreinlega vona, að það sem sagt var á málþinginu endurspegli ekki sjónarmið allra sálfræðinga landsins.“Ásakanir um hlutgervingu helber þvættingur „Þetta er svo fjarri sannleikanum,“ segir Þórhallur aðspurður um hvort þættirnir reyni að hlutgera þátttakendur með fyrirkomulagi vigtunarinnar með því að hafa þá fáklædda við þá iðju. „Skýringin fyrir þessu er afar einföld. Þátttakendurnir hafa lengi lagt sig fram við það að fela líkama sinn fyrir öðrum og segjast skammast sín fyrir hann. Áhrifin af þessu er að fólk byrjar fyrr að taka líkama sinn í sátt og hættir að fela hann.“ Þórhallur bendir á að við vigtun séu keppendur klæddir í fatnað sem er viðurkenndur í sundi og í líkamsræktarstöðvum og ef þetta sjokkeri einhverja áhorfendur þá þurfi þeir einfaldlega að skoða hvers lags fordómum þeir séu haldnir. „Af hverju í ósköpunum mega þau ekki koma fram eins og aðrir? Af hverju má eingöngu grannt fólk sjást hálfnakið í sjónvarpi? Af hverju ættu þau að bíða með að sýna sig í stað þess að sýna sig strax eins og þau eru? Hvers vegna ætti einhver að bíða með að sýna sig þangað til að hann passar inn í einhverja fyrirfram mótaða staðalímynd?“ spyr Þórhallur. „Við tökum einfaldlega ekki þátt í því að útskúfa ákveðinn hluta fólks frá sjónvarpi. Það má einfaldlega sýna allar týpur af fólki og við skulum ekki gleyma því að þátttakendur í The Biggest Loser eru orðnir fyrirmyndir marga fyrir hugrekki sitt og vilja til að bæta heilsu sína.“
Tengdar fréttir Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18 Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Sjá meira
Aldrei haldið fram að um innlenda vottun væri að ræða „Það er rétt að við vísum í að þættirnir séu vottaðir af læknum, sálfræðingum og næringarfræðingum en höfum aldrei tekið fram að innlenda vottun sé að ræða enda er formatið erlent,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá Skjánum. 24. febrúar 2014 17:18
Heitar umræður á The Biggest Loser málþingi: "Verið að senda röng skilaboð“ Sálfræðinemar við HR stóðu fyrir málþingi um The Biggest Loser. 15. mars 2015 09:00