Tebow fékk tækifæri í Philadelphia Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2015 23:28 Tim Tebow klæddist síðast búningi New England Patriots. Vísir/Getty Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni. NFL Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Tim Tebow er enn að eltast við draum sinn um að spila sem leikstjórnandi í NFL-deildinni þrátt fyrir að hann hafi ekki spilað síðan í lok árs 2012. Það var greint frá því að Tebow æfði í dag með Philadelphia Eagles sem spilar með nýjan leikstjórnanda á næsta tímabili, þar sem að Nick Foles er farinn til San Diego Chargers í skiptum fyrir Sam Bradford. Bradford er að koma til baka eftir krossbandsslit í hné og því gæti Chip Kelly, þjálfari Philadelphia, verið að skoða aðra möguleika fyrir stöðu leikstjórnanda í sínu liði. Þess ber þó að geta að liðið framlengdi nýverið samning annars leikstjórnanda, Mark Sanchez. Samkvæmt heimildum bandarískra fjölmiðla hafa forráðamenn Eagles þó ekki í hyggju að semja við Tebow að svo stöddu, fjölmörgum stuðningsmönnum hans til mikilla vonbrigða. Tebow var mikil hetja með liði sínu, Florida Gators, í bandaríska háskólaboltanum á sínum tíma og Denver Broncos valdi hann í fyrstu umferð nýliðavalsins árið 2010. Hann spilaði í tvö ár hjá Denver og kom liðinu í úrslitakeppnina árið 2011 og vann þar einn leik. Tebow var svo skipt til New York Jets eftir að Denver samdi við Peyton Manning en þar var hann í aukahlutverki og var lítið notaður. Jets leysti hann undan samningi sínum í apríl 2013 en Tebow æfði með New England Patriots næstu mánuðina, en komst ekki í liðið. Síðan þá hefur hann verið án félags. Þrátt fyrir takmarkaðan árangur sem atvinnuíþróttamaður er hann einn þekktasti íþróttamaður Bandaríkjanna síðastliðin ár og fréttir af honum vekja enn í dag gríðarlega athygli, ekki síst þegar hann er orðaður við lið í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Klappað fyrir fyrstu konunni sem dæmdi í MLB Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Viðbeinsbrotnaði þegar hann fagnaði sigri í Nascar Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira