„Ég er óöruggur, íhaldssamur hræðslupúki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2015 08:13 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/GVA „Það heldur fyrir mér vöku, hugsunin um að hætta að vinna. Ég er nefnilega einn af þessum óöruggu mönnum sem þarf svona verndað umhverfi eins og vinnustað, stað sem ég þekki. Hugmyndin um að fara út fyrir það, eins og að fara í frí, finnst mér alveg skelfileg því þá er ég kominn á einhverja staði sem ég þekki ekki. Þannig að ég er óöruggur, íhaldssamur hræðslupúki.“ Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, en Ísland í dag fylgdi Kára eftir í einn dag fyrir skömmu. Dagurinn byrjaði í Morgunútgáfunni þar sem Kári ræddi um fíknisjúkdóma ásamt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, en síðar um daginn var haldinn fræðslufundur í Íslenskri erfðagreiningu um fíknisjúkdóma og erfðir þar sem Kári og Þórarinn tóku til máls. „Þegar ég horfi til baka, 66 ára gamall, þá held ég að aðallega alkóhólismi, og jafnvel aðrir fíknisjúkdómar séu þeir sjúkdómar sem hafa lagt að velli flesta af mínum vinum og fjölskyldu. Mér finnst einhvern veginn eins og við förum svolítið kæruleysislega með þá. Það er alveg gífurlega góð stofnun sem heitir Vogur, meðferðarstofnun sem sér um fíknisjúkdóma á Íslandi, og við höfum dregið fæturna þegar kemur að því að fjármagna þá stofnun,“ segir Kári en hann hefur til að mynda harðlega gagnrýnt frumvarp sem afnema á einkasölu ríkisins á áfengi.Sjá einnig: „Ég hef drukkið mér til ósóma mjög oft“Notar bókalestur eins og hugleiðslu Kári segist eyða miklum tíma í vinnunni en hann stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996 ásamt Erni Kristjáni Snorrasyni og Kristleifi Kristjánssyni. „Hér var engin hefð í að vinna svona vinnu. Það var enginn infrastrúktúr til að vinna svona vinnu. Svo við settum þetta á laggirnar af eigin rammleik og ég held að fljótlega vorum við orðin langbesta mannerfðafræðiapparat í heimi og erum það ennþá. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekist með svona góðum árangri er að þetta skrýtna fólk sem þú sérð hér er alveg einstakt.“ Þrátt fyrir annir í vinnu reynir Kári að hreyfa sig á hverjum degi og þá segist hann hafa mjög gaman af því að lesa bækur. „Ég nota bókalestur svipað og Asíubúarnir hugleiðslu. Svo rækta ég hross mér til skemmtunar og á töluvert af hrossum sem ég er með fyrir austan fjall. Síðan hef ég voða gaman af barnabörnunum mínum. Þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið en annars eyði ég lunganum úr deginum í vinnu.“Ekki beinlínis til fyrirmyndar sem fjölskyldumaður En hvernig pabbi og afi er hann? „Ég var hræðilegur faðir, vann alltof mikið og var alltof metnaðarfullur. Ég eyddi ekki nógu miklum tíma með börnunum mínum þegar þau voru ung sem var kannski svolítið einkenni minnar kynslóðar. Helmingurinn af barnabörnunum mínum býr í Los Angeles sem gerir það að verkum að það eru ekki mörg tækifæri til að sinna þeim. En ég held að ég sé kannski næstum jafnlélegur afi og ég var lélegur faðir, ekki beinlínis til fyrirmyndar sem fjölskyldumaður.“ Aðspurður um sína helstu kosti og galla segir Kári: „Ég held að mínir helstu kostir og gallar sé eitt og hið sama: ég er dálítill þráhyggjumaður. Ég hangi á hugmyndum eins og hundur á roði. Ætli það sé ekki aðalkosturinn. Ég er þrjóskur, gefst ekki upp.“ Töluvert hefur fjallað um málaferli sem tengjast byggingu húss sem Kári réðst í fyrir nokkrum árum en aðspurður segist Kári ekki hafa gaman af því að rífast í fólki. „Ég held að ég sé allra manna ljúfastur af öllum þeim sem ég hef kynnst um ævina. Ég veit ekki til þess að ég standi í deilum við fólk og held að það sé ofsögum sagt af því.“ Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
„Það heldur fyrir mér vöku, hugsunin um að hætta að vinna. Ég er nefnilega einn af þessum óöruggu mönnum sem þarf svona verndað umhverfi eins og vinnustað, stað sem ég þekki. Hugmyndin um að fara út fyrir það, eins og að fara í frí, finnst mér alveg skelfileg því þá er ég kominn á einhverja staði sem ég þekki ekki. Þannig að ég er óöruggur, íhaldssamur hræðslupúki.“ Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, en Ísland í dag fylgdi Kára eftir í einn dag fyrir skömmu. Dagurinn byrjaði í Morgunútgáfunni þar sem Kári ræddi um fíknisjúkdóma ásamt Þórarni Tyrfingssyni, yfirlækni á Vogi, en síðar um daginn var haldinn fræðslufundur í Íslenskri erfðagreiningu um fíknisjúkdóma og erfðir þar sem Kári og Þórarinn tóku til máls. „Þegar ég horfi til baka, 66 ára gamall, þá held ég að aðallega alkóhólismi, og jafnvel aðrir fíknisjúkdómar séu þeir sjúkdómar sem hafa lagt að velli flesta af mínum vinum og fjölskyldu. Mér finnst einhvern veginn eins og við förum svolítið kæruleysislega með þá. Það er alveg gífurlega góð stofnun sem heitir Vogur, meðferðarstofnun sem sér um fíknisjúkdóma á Íslandi, og við höfum dregið fæturna þegar kemur að því að fjármagna þá stofnun,“ segir Kári en hann hefur til að mynda harðlega gagnrýnt frumvarp sem afnema á einkasölu ríkisins á áfengi.Sjá einnig: „Ég hef drukkið mér til ósóma mjög oft“Notar bókalestur eins og hugleiðslu Kári segist eyða miklum tíma í vinnunni en hann stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996 ásamt Erni Kristjáni Snorrasyni og Kristleifi Kristjánssyni. „Hér var engin hefð í að vinna svona vinnu. Það var enginn infrastrúktúr til að vinna svona vinnu. Svo við settum þetta á laggirnar af eigin rammleik og ég held að fljótlega vorum við orðin langbesta mannerfðafræðiapparat í heimi og erum það ennþá. Ástæðan fyrir því að þetta hefur tekist með svona góðum árangri er að þetta skrýtna fólk sem þú sérð hér er alveg einstakt.“ Þrátt fyrir annir í vinnu reynir Kári að hreyfa sig á hverjum degi og þá segist hann hafa mjög gaman af því að lesa bækur. „Ég nota bókalestur svipað og Asíubúarnir hugleiðslu. Svo rækta ég hross mér til skemmtunar og á töluvert af hrossum sem ég er með fyrir austan fjall. Síðan hef ég voða gaman af barnabörnunum mínum. Þeim hefur farið fjölgandi upp á síðkastið en annars eyði ég lunganum úr deginum í vinnu.“Ekki beinlínis til fyrirmyndar sem fjölskyldumaður En hvernig pabbi og afi er hann? „Ég var hræðilegur faðir, vann alltof mikið og var alltof metnaðarfullur. Ég eyddi ekki nógu miklum tíma með börnunum mínum þegar þau voru ung sem var kannski svolítið einkenni minnar kynslóðar. Helmingurinn af barnabörnunum mínum býr í Los Angeles sem gerir það að verkum að það eru ekki mörg tækifæri til að sinna þeim. En ég held að ég sé kannski næstum jafnlélegur afi og ég var lélegur faðir, ekki beinlínis til fyrirmyndar sem fjölskyldumaður.“ Aðspurður um sína helstu kosti og galla segir Kári: „Ég held að mínir helstu kostir og gallar sé eitt og hið sama: ég er dálítill þráhyggjumaður. Ég hangi á hugmyndum eins og hundur á roði. Ætli það sé ekki aðalkosturinn. Ég er þrjóskur, gefst ekki upp.“ Töluvert hefur fjallað um málaferli sem tengjast byggingu húss sem Kári réðst í fyrir nokkrum árum en aðspurður segist Kári ekki hafa gaman af því að rífast í fólki. „Ég held að ég sé allra manna ljúfastur af öllum þeim sem ég hef kynnst um ævina. Ég veit ekki til þess að ég standi í deilum við fólk og held að það sé ofsögum sagt af því.“ Sjá má innslagið úr Íslandi í dag í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Einkaréttur ÁTVR eins og „bílastæði fyrir áfengisfatlaða“ Kári Stefánsson segir að áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar sé afar heimskulegt en er sammála Dóra DNA um að "djamm er snilld.“ 10. mars 2015 17:47