Kristinn nálægt því að skora og leggja upp mark í fyrsta leik | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. mars 2015 07:00 Kristinn Steindórsson spilaði ágætlega en það dugði ekki til í nótt. mynd/columbus crew Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew þurftu að sætta sig við tap, 1-0, á útivelli gegn Houston Dynamo í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Columbus-liðið var mikið betri aðilinn í leiknum. Það var með boltann ríflega 60 prósent leiksins og átti sex skot á markið en inn vildi boltinn ekki. Markalaust var í hálfleik, en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var Kristinn nálægt því að leggja upp mark. Hann sendi þá kamerúnska miðjumanninn Tony Tchani í gegn með flottri sendingu eftir veggspil en Tyler Deric í marki Houston varði af stuttu færi. Deric átti eftir að reynast Columbus-mönnum erfiður ljár í þúfu. Hann varði tveimur mínútum seinna skalla frá Kei Kamara af fjögurra metra færi. Alveg mögnuð markvarsla. Markvörðurinn var ekki hættur því hann kom í veg fyrir að Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta mark í MLS-deildinni í sínum fyrsta leik með annarri magnaðri markvörslu. Kristinn átti þá viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf frá hægri en Deric skellti sér í grasið og stýrði boltanum út fyrir stöngina. Deric, sem er 26 ára gamall, var fyrsti uppaldi leikmaðurinn í sögu Houston Dynamo til að spila leik fyrir aðaliðið árið 2010. Hann var þá jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu MLS-deildarinnar (stofnuð 1996) sem komst úr unglingaakademíu í aðallið félags. Markvörslur Deric skiluðu sér svo sannarlega. Það var í næstu sókn eftir færið hjá Kristni sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins. Það gerði enski framherjinn Giles Barnes með föstu skoti upp í þaknetið úr teignum. Varnarleikur gestanna í aðdraganda marksins var þó ekki til útflutnings. Þetta mark tryggði Houston sigurinn, 1-0. Kristinn spilaði 80 mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim síðari og hefði með smá heppni getað skorað eitt og lagt upp annað. Columbus Crew spilar næstu tvo leiki á heimavelli. Það mætir Jozy Altidore og félögum í Toronto FC eftir viku og svo stórliði New York Red Bulls viku síðar. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. Dauðafærið hjá Kristni kemur eftir eina mínútu og 30 sekúndur. Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Kristinn Steindórsson og félagar hans í Columbus Crew þurftu að sætta sig við tap, 1-0, á útivelli gegn Houston Dynamo í fyrstu umferð 20. leiktíðarinnar í MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Columbus-liðið var mikið betri aðilinn í leiknum. Það var með boltann ríflega 60 prósent leiksins og átti sex skot á markið en inn vildi boltinn ekki. Markalaust var í hálfleik, en eftir fimm mínútur í seinni hálfleik var Kristinn nálægt því að leggja upp mark. Hann sendi þá kamerúnska miðjumanninn Tony Tchani í gegn með flottri sendingu eftir veggspil en Tyler Deric í marki Houston varði af stuttu færi. Deric átti eftir að reynast Columbus-mönnum erfiður ljár í þúfu. Hann varði tveimur mínútum seinna skalla frá Kei Kamara af fjögurra metra færi. Alveg mögnuð markvarsla. Markvörðurinn var ekki hættur því hann kom í veg fyrir að Kristinn Steindórsson skoraði sitt fyrsta mark í MLS-deildinni í sínum fyrsta leik með annarri magnaðri markvörslu. Kristinn átti þá viðstöðulaust skot eftir fyrirgjöf frá hægri en Deric skellti sér í grasið og stýrði boltanum út fyrir stöngina. Deric, sem er 26 ára gamall, var fyrsti uppaldi leikmaðurinn í sögu Houston Dynamo til að spila leik fyrir aðaliðið árið 2010. Hann var þá jafnframt aðeins annar leikmaðurinn í sögu MLS-deildarinnar (stofnuð 1996) sem komst úr unglingaakademíu í aðallið félags. Markvörslur Deric skiluðu sér svo sannarlega. Það var í næstu sókn eftir færið hjá Kristni sem heimamenn skoruðu eina mark leiksins. Það gerði enski framherjinn Giles Barnes með föstu skoti upp í þaknetið úr teignum. Varnarleikur gestanna í aðdraganda marksins var þó ekki til útflutnings. Þetta mark tryggði Houston sigurinn, 1-0. Kristinn spilaði 80 mínútur áður en honum var skipt af velli. Hann hafði hægt um sig í fyrri hálfleik en var mjög góður í þeim síðari og hefði með smá heppni getað skorað eitt og lagt upp annað. Columbus Crew spilar næstu tvo leiki á heimavelli. Það mætir Jozy Altidore og félögum í Toronto FC eftir viku og svo stórliði New York Red Bulls viku síðar. Það helsta úr leiknum má sjá hér að neðan. Dauðafærið hjá Kristni kemur eftir eina mínútu og 30 sekúndur.
Fótbolti Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira