Fótbolti

Öflugur sigur Krasnodar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með Krasnodar.
Ragnar í leik með Krasnodar. Vísir/AFP
Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í vörn FC Krasnodar í öflugum sigri liðsins á Spartak Moskvu í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Krasnodar gerði út um leikinn á ellefu mínútna kafla í síðari hálfleik. Mauricio Pereira kom þeim yfir eftir klukkutíma leik og Ari bætti við marki sjö mínútum síðar.

Odil Akhmedov skoraði svo þriðja markið á 72. mínútu og Krasnodar komið í afar góða stöðu. Quincy Promes klóraði í bakkann fyrir Spartak þremur mínútum fyrir leikslok.

Með sigrinum fóru Ragnar og félagar upp í þriðja sæti deildarinnar, en þeir eru með 34 stig. CSKA Moskva er í öðru sæti með 37 stig, en Dinamo Moskva er í fjórða sæti með 32 stig. Þeir eiga þó tvo leiki til góða. Spartak er í sjötta sætinu með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×