Fótbolti

Aron skoraði í stórtapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron fagnar marki fyrir AZ.
Aron fagnar marki fyrir AZ. Vísir/Getty
Aron Jóhannsson var á skotskónum fyrir AZ Alkmaar sem beið afhroð gegn FC Utrecht á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fjögurra mark tap niðurstaðan, 6-2.

Þetta byrjaði ekki byrlega fyrir Aron og félaga sem lentu undir eftir rúmlega eina mínútu og staðan var orðin 2-0 eftir tíu mínútna leik.

Utrecht bætti við þriðja markinu úr vítaspyrnu og þannig var staðan í hálfleik. Aron Jóhannsson minnkaði muninn fyrir AZ á 57. mínútu, en Sebastien Haller bætti við öðru marki sínu úr vítaspyrnu á 70. mínútu.

Kristoffer Peterson kom Utrecht í 5-1 á 83. mínútu, en Gevero Markiet varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. 5-2 staðan eftir 87. mínútu. Edouard Duplan skoraði sjötta og síðasta mark Utrecht tveimur mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 6-2.

Utrecht er eftir sigurinn í ellefta sæti deildarinnar, en sigurinn er athyglisverður í ljósi þess að AZ Alkkmaar er í fjórða sætinu og í baráttu um Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×