Karlar fækka fötum á konukvöldi Linda Blöndal skrifar 1. febrúar 2015 19:30 Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar. Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar.
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira